Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 65

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 65
65 verið velkomin ...smá tipsý HAPPY HOUR 16-19 @tipsybarrvk tipsybar.is Breyttir tímar Við gamlingjarnir þurfum að tileinka okkur meira örlæti og þakklæti yfir að hafa átt þátt í að skapa betri heim fyrir okkur öll, líka þau sem við skiljum ekki. Það er í fínu lagi, óskiljanlegt fólk hefur ekkert minni tilveru­ rétt. Breytt Samtök eru barn síns tíma, það blasir við að Samtökin sem við þekktum fyrir áratugum væru undarleg tímaskekkja í dag. Þar er einfaldast að benda aftur á trans fólk sem dæmi, það sást hvergi á upphafs­ árum Samtakanna. Ætlum við, með alla okkar reynslu, að reyna að halda því fram að það hafi ekki verið til? Þau sem yngri eru mega þá á móti hætta að pirra sig á einsleitni okkar sem eldri erum. Við, þessar sís lesbíur og hommar, erum alveg ágætlega sátt í okkar skinni og fæst finna hjá sér þörf til að breyta einhverju. Hommar og lesbíur. Lesbíur og hommar. Virkar kann­ ski einfalt núna en samt gríðarlegt átak fyrir okkur mörg að komast þangað á sínum tíma. Sýnileiki umfram allt Við þurfum ekki að lesa lengi í sögu okkar til að fá það staðfest hversu mikið átak þetta var. Þess vegna er undarlegt þegar hluti hins– egin samfélagsins áttar sig ekki á mikilvægi þess að halda baráttunni áfram og tryggja sýnileikann sem allra mest. Þetta á því miður bæði við um eldra og yngra hinsegin fólk, enda aldurinn einn og sér ekki trygging fyrir því að fólk skilji mikilvægi sögunnar og sýnileikans. Þetta var sérstaklega áberandi í nýliðinni kosningabaráttu fyrir forsetakosningar. Sú staðreynd, að þarna gætum við fyrst þjóða kosið okkur samkynhneigðan forseta, skipti sumt hinsegin fólk allt í einu litlu eða engu máli. Sýnileikinn, þessi grundvallarforsenda tilveru okkar og réttinda, var allt í einu bara lítill hluti af stóru pælingunum um valdsvið forsetans — sem var auðvitað blásið svo út að ætla mætti að við værum að kjósa okkur einvald til næstu aldar. Skiptir reynsluheimur og sýnileiki hommans okkur ekki máli? Erum við þar stödd, hinsegin fólk? Bara á sama stað og „jákvæða“, „frjálslynda“ og „umburðarlynda“ gagnkyn­ hneigða fólkið, sem segist engan mun sjá á fólki, hver sem kynhneigð þess er? Auðvitað er fólki frjálst að velja sér frambjóðanda en þau rök sem margt hinsegin fólk dró fram fyrir því að kjósa ekki hommann gengu þvert á mikilvægi sýnileikans. Fyrir 44 árum kaus margt fólk Vigdísi þrátt fyrir að vera ekki sammála hverju orði sem frá henni kom því að það áttaði sig á mikilvægi þess að kjósa konu. Ég hef sjaldan orðið meira hissa í síðari tíð eins og nú fyrir síðustu forsetakosningar en kenni um meðvitundarleysi fólks um söguna. Hefur markmið okkar verið að verða eins og allir aðrir eða er það að fá fulla viðurkenningu mannréttinda þrátt fyrir að við séum hinsegin? Við verðum, hverrar kynslóðar sem við erum, að halda vöku okkar gagnvart þeim sem reyna að sannfæra okkur um að við höfum náð fullum réttindum sem aldrei verða af okkur tekin. Þær raddir eiga ekki að hljóma í okkar hópi, við eigum að vita manna best að réttindi geta verið skert, þau geta horfið. Þess vegna er sýnileikinn áfram okkar sterkasta vopn. Og þess vegna eru Hinsegin dagar svo mikilvægir — fyrir allar kynslóðir. Of Generations One often feels that there is less of a generational gap within the queer community than in the straight world. Still, a little tension can sometimes be felt. And sometimes a lot. This may take the form of bickering about how the times have changed, how things have become unrecognisable, or how much better things were back in the “good” old days. On the other hand, the younger generation may think that those of us that are older are somewhat out of touch with the way things are now. But we don’t have to understand one another completely in order to support one another, having more compassion and gratitude, as we celebrate how far we have come. Instead of being perplexed at how much the landscape for queer people has changed, we should be proud: because this is precisely what we fought for.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.