Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 66
66
Hefurðu áhuga?
Árangursrík gagnræða krefst æfingar.
Samtökin ‘78 munu í haust bjóða upp á
mánaðarlegar vinnustofur í gagnræðu, þar
sem fjallað er um birtingarmyndir hættu
legrar orðræðu og farið í gegnum æfingar í
því að svara henni.
Skráning á samtokin78.is/gagnraeda
Hefur þú setið í skrítnu partíi og hlustað á
fólk segja steikta hluti um hinsegin fólk?
Finnst þér óþægilegt að gera mál úr því þegar
einhver sem þér þykir vænt um segir van
hugsaða og jafnvel ljóta hluti? Skrollar þú
alltaf fram hjá hatursfullum þráðum á netinu?
Værirðu til í að taka þátt í því að kveða niður
fordóma? Þá er gagnræða eitthvað fyrir þig!
Segjum eitthvað!
Áhrif gagnræðu á eldfima
og hatursfulla umræðu
→ Færri sannfærast af fordómafullum
hugmyndum
→ Færri tjá fordómafullar skoðanir
→ Færri lesa eða heyra ummæli sem ýta
undir fordóma
Hér á eftir fara nokkrar aðferðir fyrir þau
sem treysta sér til að beita þeim og í þeim
aðstæðum þar sem það er hægt. Við setjum
öryggi okkar og velferð alltaf í fyrsta sæti.
Svara beint
Þú getur svarað beint, hvort sem það er í raun
heimum eða á netinu.
Svara óbeint
Þú getur svarað óbeint með því að koma með
innlegg í umræðuna.
Annað sjónarmið
Ég er ósammála þér.
Með því að koma með annað sjónarmið sýnir
þú að ummælin eru ekki óumdeild.
Leiðréttingar
Þetta er ekki rétt. Staðreyndin er sú …
Með því að leiðrétta rangfærslur leyfir þú
ósönnum fullyrðingum ekki að standa
óáreittum.
Ákall um stillingu
Pössum hvernig við tölum um annað fólk.
Með ákalli um stillingu færð þú fólk til að
gæta orða sinna. Fólk gerir það frekar þegar
það er minnt á samskiptareglur samfélagsins.
Best er ef …
→ Þú þekkir manneskjuna
→ Þú ert í góðu jafnvægi
→ Þú notar jákvæðni markvisst
→ Þú hefur trú á fólki
→ Þú notar góðar heimildir
→ Þú forðast fórnarlambsvæðingu
Ég treysti mér ekki til að svara
Þegar við treystum okkur ekki til þess að
svara, hvorki beint né óbeint, er líka hægt að
biðja annað fólk um að stíga inn í. Mikilvægi
samstöðu þvert á hópa hefur því aldrei verið
meira. Það sem skiptir mestu máli er að við
látum okkur umræðuna varða og gerum ekki
ráð fyrir því að hún lagist af sjálfu sér.
Gagnræða (e. counterspeech) er aðferð sem
hægt er að nota til að takast á við skaðlega
orðræðu án þess að beita ritskoðun. Í raun
felst hún í því að taka þátt í umræðunni á
meðvitaðan og yfirvegaðan hátt. Tilgangur
inn er fyrst og fremst að minnka skaðann
af hættulegri orðræðu og koma í veg fyrir
stigmögnun hennar. Þessa aðferð má nota
hvar og hvenær sem er, þegar við metum
það öruggt, hvort sem það er á netinu eða í
súru samkvæmi.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir,
verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78
Teikningar eftir Elías Rúna