Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 68

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 68
68 Eflaust höfum við flest á einhverjum tíma­ punkti fengið útskýringu á því hvernig börnin verða til. Misjafnlega vandaða eða vandræðalega útskýringu kannski, eftir því hver útskýrandinn var. Útskýringin á þó til að takmarkast við það hvernig sískynja gagn­ kynhneigð pör búa til börn. Hinsegin fólk eignast samt líka börn en með örlítið öðrum hætti stundum. Flest fólk er með líkama sem framleiðir annað hvort sáðfrumur eða líkama sem fram­ leiðir eggfrumur og er oft með leg. Sumt fólk myndi einfaldlega tala um karla og konur en raunveruleikinn er mun flóknari en það. Ekki allar konur eru með leg og eggfrumur eða allir karlar með sáðfrumur. Auk þess getur kynsegin fólk eignast börn og þau eru líka með alls konar líkama. Þess vegna verður talað hér um sáð- og eggfrumumanneskjur þótt það kunni að hljóma undarlega — en samt skemmtilega. Til að búa til barn þurfa nefnilega sáðfruma og eggfruma að mætast og verða að einni stórri frumu. Ég ætla ekki að fara í saumana á því hvernig það mót á sér stað en stundum er um að ræða heima­ tilbúinn gjörning en stundum er þetta fram­ kvæmt með aðstoð læknis (tæknisæðingar og glasafrjóvganir). Þetta er augljóslega mikil einföldun því að mannfólk er af alveg rosalega mörgum gerðum — og það eru fjölskyldur svo sannar­ lega líka. Það er hægt að fara hefðbundnar eða óhefðbundnar leiðir til þess að eignast börn. Þegar sáðfrumumanneskja og eggfrumu­ manneskja vilja búa til barn saman er dæmið oftast nokkuð einfalt — hráefnin eru til staðar. Það er þó mikilvægt að muna að foreldrar af þessu tagi geta verið í alls konar samböndum. Hjá þessu fólki getur það gerst að barn verði til án ásetnings. Það verður ekki fjallað nánar um það hér. Svo getur það líka gerst að þessar manneskjur vilji verða foreldrar saman enda þótt þau vilji ekki eiga í hefðbundnu sambandi. Ef tvær sáðfrumumanneskjur vilja búa til barn saman vantar þau bæði eggfrumu og leg. Hægt er að kaupa eggfrumur á Íslandi frá gjafa eða þiggja að gjöf frá maka. En það breytir litlu fyrir þessa samsetningu af fólki því að skortur á legi er ekki auðleyst vanda­ mál. Í sumum löndum er hægt að fá leg að láni hjá staðgöngumæðrum en það hefur ekki verið heimilað hérlendis og er auk þess mjög umdeilt viðfangsefni. Þá er einnig hægt að verða foreldri án beinnar aðkomu að tilbúningi barnsins. Á Íslandi eru til börn sem vantar fóstur­ heimili, sum til skamms tíma en önnur leita að varanlegu fóstri. Barna- og fjöl­ skyldustofa heldur reglulega námskeið fyrir verðandi fósturforeldra. Stundum fara ætt­ leiðingar í gegnum fósturkerfið en ættleið­ ingar á milli landa eru bæði sjaldgæfari og mjög kostnaðarsamar. Þær hafa auk þess verið óaðgengilegur kostur fyrir hinsegin fólk þar sem langflest lönd gera enn kröfu um að ættleiðingarforeldrarnir séu í gagn­ kynja samböndum og hingað til hefur engum foreldrum í samkynja samböndum á Íslandi tekist að ættleiða barn frá öðru landi. Þegar tvær eggfrumumanneskjur vilja búa til barn vantar bara sáðfrumur. Þær er til dæmis hægt að kaupa í gegnum Evrópska sæðis­ bankann sem er með höfuðstöðvar í Dan­ mörku en getur sent sæði (stundum kallað strá) á frjósemisklínik á Íslandi. Í dag er bara ein slík starfrækt en þeim gæti fjölgað í fram­ tíðinni. Tæknifrjóvgunarferli með gjafasæði er kostnaðarsamt ferli en ýmis stéttarfélög bjóða sínu félagsfólki upp á niðurgreiðslu á því sem nemur hluta kostnaðar. Börn verða til með alls konar leiðum, hefð­ bundnum eða óhefðbundnum, ókeypis eða rándýrum, flóknum eða einföldum, með eða án ásetnings — og þá geta þau átt eitt for­ eldri eða nokkur. Til að gera þetta ennþá einfaldara er hér flæðirit til útskýringar. Þið sem viljið verða foreldrar saman getið farið eftir því til að komast að því hvernig það gæti gerst. Hvernig verða börn (hinsegin fólks) til? Kristmundur Pétursson Flæðirit eftir Sigtý Ægi Kárason Making Babies — the Queer Edition How do queer people make babies? In essence, it’s the old tale of the birds and the bees, but also the bees and the bees, as well as the birds and the birds. Some babies are made using DIY techniques that aren’t attainable for all hopeful future parents. In queer relationships, that can often be the case. The conceivable (pun intended) methods to become parents depend largely on the (hopefully) expectant parents’ bodies and their production of gametes (that means sperm or egg cells in simple terms). This isn’t simple, but being human rarely is. A flow chart on the baby-making process is included for readers to navigate the possibilities for them to go about it.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.