Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 70
70
Það er gaman að fara á stórar hinsegin hátíðir
í stórborgum eins og San Francisco, Berlín
og Reykjavík eins og margir lesendur þekkja.
En víða um heim kemur hinsegin fólk saman
og gengur í gleði- og/eða kröfugöngum.
Það er ekki síður ástæða til að gefa gaum að
minni hinsegin hátíðum á stöðum þar sem
hinseginleikinn er kannski ekki litinn alveg
jafn hýru auga. Það er ansi ólík tilfinning að
vera umkringd tugþúsundum samherja sinna
í borg undirlagðri af litríkum fánum og að
ganga með örfáum tugum fólks í smábæ þar
sem regnbogar sjást kannski sjaldan. Hér
eru teknar saman upplýsingar um nokkrar
áhugaverðar minni hinsegin hátíðir nær og
fjær okkur.
Þórshöfn, Færeyjum
Fyrsta Pride-gangan í höfuðborg Færeyja,
Þórshöfn, var gengin árið 2005. Þá þótti það
umdeilt uppátæki og gangan ekki fjölmenn,
enda fordómar í garð hinsegin fólks lengi
verið mikið vandamál í Færeyjum. En hins
egin frændfólk okkar í Færeyjum hefur náð
umtalsverðum árangri á allra síðustu árum,
bæði í réttarbótum og sýnileika, og á vel
gengni Pride-göngunnar í Þórshöfn þar ef
laust allnokkurn hlut að máli. Á allra síðustu
árum hafa þúsundir eyjaskeggja, allt að tíu
prósent færeysku þjóðarinnar, mætt í bæinn
og tekið þátt í Pride á ári hverju. Öldin er
önnur síðan þingmaðurinn umdeildi Jenis av
Rana neitaði að sitja til borðs með forsætis
ráðherra Íslands og eiginkonu hennar hér
um árið — þótt þingmaðurinn sé reyndar enn
áhrifamikill og að valda usla í færeyskum
stjórnmálum, sem sýnir kannski hve brot
hættur hinn nýi árangur hinsegin fólks í
Færeyjum er. En ekki skemmir fyrir gleðinni
á Þórshöfn Pride að hátíðin er í lok júlí, rétt
á undan hinni óviðjafnanlegu Ólafsvöku,
þjóðhátíð Færeyinga. Það er því gleðileg
stemning í Þórshöfn dögum saman. Undan
farin ár hafa líka sífellt fleiri Íslendingar sést
á Pride í Þórshöfn, bæði hefur íslenskt lista
fólk komið fram, ráðherrar ávarpað gesti og
óbreyttir þátttakendur og túristar tekið þátt
í gleðinni. Spurning hvort ekki er ástæða til
að efna til hópferðar frá Íslandi?
Nuuk, Grænlandi
Fyrsta Pride-gangan í Nuuk, höfuðborg
Grænlands, var gengin árið 2010. Síðan
hefur hún svo alls ekki verið árlegur við
burður, heldur einungis haldin stopult af og
til, nú síðast í júlí 2023. Helsta ástæða þess
að ekki hefur tekist að gera Nuuk Pride að
árlegum viðburði er að hinsegin samfélag
Grænlands er brothætt, ekki síst þar sem
mjög mikið af grænlensku hinsegin fólki
velur að flytja til Danmerkur eða til annarra
landa, í leit að stærra og opnara samfélagi.
Því hefur hinsegin félagsstarf í Grænlandi
verið mjög hverfult og félög og samtök komið
og farið. Engu að síður er hugur í grænlensku
hinsegin fólki og mörg sem vilja að Pride sé
árviss viðburður, enda ekki vanþörf á sýni
leika á Grænlandi. Á Nuuk Pride 2023 gengu
á að giska hundrað manns um götur borgar
innar með litríka fána og skilti í gráu græn
Hinsegin á hjara veraldar
Hinsegin hátíðir hingað og þangað
lensku sumarveðri, í lítilli en áhrifamikilli
göngu. Að lokinni göngu var svo stærðar
innar fögnuður með dragdrottningu, lifandi
tónlist og fleiri skemmtiatriðum í helsta
menningarhúsi borgarinnar. Þangað mætti
fjöldi fólks og því ljóst að íbúa Nuuk þyrstir í
meiri hinsegin menningu og skemmtun.
Hrísey, Íslandi
Það hefur varla farið framhjá lesendum að á
síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda
hinsegin bæjarhátíða víðs vegar um Ísland.
Þó svo að fjölsóttir Hinsegin dagar í Reykja
vík sýni samstöðu íslensku þjóðarinnar með
hinsegin fólki megum við ekki gleyma að
landið er stórt, hinsegin fólk býr ekki aðeins
í Reykjavík heldur um allt land. Líka í pínu
litlum plássum þar sem sýnileiki er ekki síður
mikilvægur. Eitt dæmi um slíka bæjarhátíð
er Hinsegin hátíð í Hrísey sem var haldin í
fyrsta sinn í júlí 2023, í annað sinn í júní 2024
og er nú orðinn árviss viðburður. Það kann
að hljóma eins og hálfháskaleg hugmynd að
safna fjölda hinsegin fólks saman á pínulítilli
eyju en hingað til hefur allt farið vel fram!
Það er raunar furðu rík hinsegin menning á
Hrísey, eyjarskeggjar eru höfðingjar heim að
sækja og lifa sig mjög inn í hátíðarhöldin.
Svo að segja hvert hús og farartæki skartar
regnbogafána — og að rúnta um eyjuna í
regnbogaskreyttri dráttarvél er óborganleg
reynsla sem öll ættu að upplifa.
Vera Illugadóttir
NuukFæreyjar