Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 70

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 70
70 Það er gaman að fara á stórar hinsegin hátíðir í stórborgum eins og San Francisco, Berlín og Reykjavík eins og margir lesendur þekkja. En víða um heim kemur hinsegin fólk saman og gengur í gleði- og/eða kröfugöngum. Það er ekki síður ástæða til að gefa gaum að minni hinsegin hátíðum á stöðum þar sem hinseginleikinn er kannski ekki litinn alveg jafn hýru auga. Það er ansi ólík tilfinning að vera umkringd tugþúsundum samherja sinna í borg undirlagðri af litríkum fánum og að ganga með örfáum tugum fólks í smábæ þar sem regnbogar sjást kannski sjaldan. Hér eru teknar saman upplýsingar um nokkrar áhugaverðar minni hinsegin hátíðir nær og fjær okkur. Þórshöfn, Færeyjum Fyrsta Pride-gangan í höfuðborg Færeyja, Þórshöfn, var gengin árið 2005. Þá þótti það umdeilt uppátæki og gangan ekki fjölmenn, enda fordómar í garð hinsegin fólks lengi verið mikið vandamál í Færeyjum. En hins­ egin frændfólk okkar í Færeyjum hefur náð umtalsverðum árangri á allra síðustu árum, bæði í réttarbótum og sýnileika, og á vel­ gengni Pride-göngunnar í Þórshöfn þar ef­ laust allnokkurn hlut að máli. Á allra síðustu árum hafa þúsundir eyjaskeggja, allt að tíu prósent færeysku þjóðarinnar, mætt í bæinn og tekið þátt í Pride á ári hverju. Öldin er önnur síðan þingmaðurinn umdeildi Jenis av Rana neitaði að sitja til borðs með forsætis­ ráðherra Íslands og eiginkonu hennar hér um árið — þótt þingmaðurinn sé reyndar enn áhrifamikill og að valda usla í færeyskum stjórnmálum, sem sýnir kannski hve brot­ hættur hinn nýi árangur hinsegin fólks í Færeyjum er. En ekki skemmir fyrir gleðinni á Þórshöfn Pride að hátíðin er í lok júlí, rétt á undan hinni óviðjafnanlegu Ólafsvöku, þjóðhátíð Færeyinga. Það er því gleðileg stemning í Þórshöfn dögum saman. Undan­ farin ár hafa líka sífellt fleiri Íslendingar sést á Pride í Þórshöfn, bæði hefur íslenskt lista­ fólk komið fram, ráðherrar ávarpað gesti og óbreyttir þátttakendur og túristar tekið þátt í gleðinni. Spurning hvort ekki er ástæða til að efna til hópferðar frá Íslandi? Nuuk, Grænlandi Fyrsta Pride-gangan í Nuuk, höfuðborg Grænlands, var gengin árið 2010. Síðan hefur hún svo alls ekki verið árlegur við­ burður, heldur einungis haldin stopult af og til, nú síðast í júlí 2023. Helsta ástæða þess að ekki hefur tekist að gera Nuuk Pride að árlegum viðburði er að hinsegin samfélag Grænlands er brothætt, ekki síst þar sem mjög mikið af grænlensku hinsegin fólki velur að flytja til Danmerkur eða til annarra landa, í leit að stærra og opnara samfélagi. Því hefur hinsegin félagsstarf í Grænlandi verið mjög hverfult og félög og samtök komið og farið. Engu að síður er hugur í grænlensku hinsegin fólki og mörg sem vilja að Pride sé árviss viðburður, enda ekki vanþörf á sýni­ leika á Grænlandi. Á Nuuk Pride 2023 gengu á að giska hundrað manns um götur borgar­ innar með litríka fána og skilti í gráu græn­ Hinsegin á hjara veraldar Hinsegin hátíðir hingað og þangað lensku sumarveðri, í lítilli en áhrifamikilli göngu. Að lokinni göngu var svo stærðar­ innar fögnuður með dragdrottningu, lifandi tónlist og fleiri skemmtiatriðum í helsta menningarhúsi borgarinnar. Þangað mætti fjöldi fólks og því ljóst að íbúa Nuuk þyrstir í meiri hinsegin menningu og skemmtun. Hrísey, Íslandi Það hefur varla farið framhjá lesendum að á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda hinsegin bæjarhátíða víðs vegar um Ísland. Þó svo að fjölsóttir Hinsegin dagar í Reykja­ vík sýni samstöðu íslensku þjóðarinnar með hinsegin fólki megum við ekki gleyma að landið er stórt, hinsegin fólk býr ekki aðeins í Reykjavík heldur um allt land. Líka í pínu­ litlum plássum þar sem sýnileiki er ekki síður mikilvægur. Eitt dæmi um slíka bæjarhátíð er Hinsegin hátíð í Hrísey sem var haldin í fyrsta sinn í júlí 2023, í annað sinn í júní 2024 og er nú orðinn árviss viðburður. Það kann að hljóma eins og hálfháskaleg hugmynd að safna fjölda hinsegin fólks saman á pínulítilli eyju en hingað til hefur allt farið vel fram! Það er raunar furðu rík hinsegin menning á Hrísey, eyjarskeggjar eru höfðingjar heim að sækja og lifa sig mjög inn í hátíðarhöldin. Svo að segja hvert hús og farartæki skartar regnbogafána — og að rúnta um eyjuna í regnbogaskreyttri dráttarvél er óborganleg reynsla sem öll ættu að upplifa. Vera Illugadóttir NuukFæreyjar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.