Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 71
71
GÓÐA
SKEMMTUN!
HAPPY HOUR 15-18
saetasvinid.is
Suðurskautslandið
Hinsegin fólk er alls staðar — líka á Suður
pólnum! Samtökin Pride in Polar Research
voru stofnuð 2018 til að vinna að hagsmunum
hinsegin vísindafólks sem stundar rannsóknir
á heimskautasvæðunum. Kveikjan að stofnun
samtakanna var ekki síst að margt hinsegin
fólk sem vinnur við vísindastörf á Suðurskauts
landinu upplifir sig sérstaklega einangrað,
ekki aðeins innilokað á rannsóknarstöðvum
sínum í fimbulkulda á hjara veraldar — heldur
þar að auki með eintómum streit kollegum!
Og það er því miður sáralítið um hinsegin
félagslíf við Suðurpólinn. Árið 2021 útnefndu
samtökin svo 18. nóvember sem sérstakan
hinsegin heimskautadag, Polar Pride Day,
en sú dagsetning hefur líka verið tileinkuð
hinsegin fólki í raunvísindum. Það er engin
sérstök skipulögð dagskrá þann dag, enn sem
komið er, enda félagsfólk Pride in Polar Re
search bókstaflega staðsett á sitthvorum enda
heimsins. En hinsegin fólk sem af einhverjum
ástæðum er statt nálægt heimskautunum á
þessum degi er hvatt til að flagga regnboga
fána og vera sýnilegt og stolt, og fjölmörg hafa
svarað kallinu undanfarin ár eins og sjá má á
myndum á samfélagsmiðlum 18. nóvember á
ári hverju. Á meðylgjandi mynd má sjá starfs
menn nokkurra helstu rannsóknarstöðva
Suðurskautslandsins flagga á sjálfum Suður
pólnum á fyrsta hinsegin heimskautadeginum
2021. Hér skal upplýst að greinarhöfundur
hefur verið á Pride í Þórshöfn, Nuuk og Hrísey
en aldrei á Suðurskautslandinu! Auglýsi ég
hér með eftir styrk til ferðar þangað fyrir
næsta Polar Pride Day.
Pride in Remote Corners of the World
Going to large Pride events is always a special
experience, but what about the smaller
ones, Pride in more humble places? In
small communities across the world, where
rainbows may only make a rare appearance,
less extravagant Pride celebrations take
place, such as in The Faroe Islands, Greenland
and towns around Iceland, or even in places
where hardly any (queer) people live, like the
Polar regions. This just goes to show that
Pride may rear its head in the most unlikely
places.
Suðurskautslandið
Hrísey