Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 73

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 73
Krabbi Land: Holland Þú ert sú sem ert líklegust til að finna maka þinn á fyrsta deiti á Kiki. Þú hefur nefnilega litla stjórn á tilfinningum þínum og þessi eggjandi dans sem tælir þig hjá verðandi maka er bara að æra þig. Á einu augnabliki sérðu þig fyrir þér með maka þínum og börnum, og kannski ketti eða hundi, í einhverju góðu og hýru hverfi. Manneskjan sem greip athygli þína sér það ekki en það sem skiptir máli er að þú sérð það. Því innst inni ertu svo full af væmni og ást sem fær þig til að sjá fyrir þér alls konar líf og veruleika með fólki. Ég myndi jafnvel segja að þú hafir átt hundruð líf með þínum núverandi (eða verðandi) maka í huga þínum áður en þið fóruð að vera saman. Sumir myndu kalla það þráhyggju, en ég kalla það bara fólk með draumóra um betra líf. Mundu bara að slaka á ef draumarnir rætast ekki. Það eru margir fiskar í sjónum og eins og hver annar krabbi þá þarftu bara að fara að veið … Ah, ég sé að þú ert búin að finna þér annan maka. Sleppum þessu bara. Líf okkar eru ótal mörg og í gegnum hundruð lífa tökum við hverju andliti og persónu eins og hlutverki í leikriti. Þótt sál okkar sé alltaf sú sama þá getur tjáning okkar verið jafn mismunandi og stjörnurnar og hvert líf er sitt eigið leikrit með sína eigin karaktera. Þú getur reynst hetja í einu lífi en fól í því næsta. Það getur samt reynst erfitt að taka að sér nýtt hlutverk. Þegar við höfum eytt ótal mörgum lífum í sama hlutverki getur nýtt hlutverk í næsta lífi reynst erfitt fyrst um sinn. Þess vegna hef ég ritað hér örstuttan pistil um hvernig þú átt að njóta þess hlutverks sem þér hefur verið úthlutað. Því þótt sólarmerkið sé bara eitt af mörgum stjörnumerkjum sem skilgreina þig þá er það þín æðsta gjöf og frelsi. Stjörnuspeki Hrútur Land: Bretland Ef ég ætti að lýsa þér í einu orði þá væri það „táningur“. Nota bene þá er ekkert að því að vera táningur. Það er fullkominn tími til að prófa sig áfram og uppgötva hvaða manneskju þú hefur að geyma. Þú þarft bara að gefa sjálfu þér frelsi. Þú þarft að stíga upp á svið og ráðast á næsta hól og ekki hætta fyrr en þú hefur fengið fylli þína. Því þú hefur gífurlega þörf fyrir að lemja frá þér á alla vegu og prófa þolmörk veruleikans. Þú munt eignast karmíska óvini með þessari aðferðafræði en það er seinni tíma vandamál eða eins og við Íslendingar segjum: „þetta reddast“. Það sem skiptir máli er að þú finnir út hver þú ert og hvað kveikir í þér og reyna svo á þau þolmörk þangað til þau slitna næstum. Það er á mörkum þessa heims sem þú uppgötvar hvert þú ert og hvaðan þú kemur. Það er þitt hlutverk þessu lífi að sjá hversu langt þú getur stokkið með djöfulinn í eftirdragi. Því í sakleysi þínu trúir þú því að þú sért söguhetjan og munir alltaf sigrast á þeim drekum sem standa í vegi fyrir þér. Mundu bara að bólfélagar þínir eru bara ekki nærri eins æstir í einhvern „slag“ og þú. Naut Land: Bandaríkin Þú ert lítið nautnadýr sem sötrar Prosecco því þér finnst heimurinn vera til að þjóna þér og þínum (en fyrst og fremst þér). Því lystisemdir heimsins eru margar og þér eruð eins og konungur á stærsta hlaðborði heims. Hvort sem það er matur, fólk eða nýjar upplifanir, þá er það eitthvað fyrir þig að prófa. Þú ert áhorfandinn í dragleik veruleikans og þú elskar það. Hvernig veistu annars hvað þú vilt ef þú leyfir þér ekki að prófa allt? Hvernig veistu hvaða blæti, fólk og matur höfðar til þín ef þú hefur ekki leyft þér að „smakka“ bara smá? Jú, jú, stundum áttu til að vera aðeins of mikið „vanilla“ til að byrja með og fylgja „prógramminu“ en svo áttar þú þig á því að „prógrammið“ er bara gildra. Þægileg gildra en samt gildra. Leyfðu þér þess vegna að njóta. Við lifum í svo bölvuðu samfélagi, svo uppfullu af alls konar skömm að við gleymum stundum að það er allt í lagi að setjast niður og njóta. Því líf okkar er bara augnablik í eilífðinni. Þannig að njóttu. Njóttu eins og þetta sé þinn síðasti dagur og þegar næsti dagur kemur þá nýtur þú þess bara aftur. Tvíburi Land: Ítalía Þú ert Skilaboðaskjóðan. Því eðli tvíburans er að vera sendiboði sem þarf að tjá sig á eins fjölbreyttan hátt og hægt er. Það er þitt karma í þessu lífi, að tjá þig og læra hvernig þú getur nýtt þá hæfileika til fulls sama hvort það er í vinnu eða einkalífinu. Þökk sé þessu áttu eftir að skapa alls konar karma sem þú bjóst ekki við, enda ekki sjálfgefið að fólk skilji alltaf hvað þú átt við. Það er samt seinni tíma vandamál og þangað til þarftu að tjá þig og læra af mistökum þínum. Áður en þú lærir að ganga þarftu að læra að standa og á meðan þú lærir að standa þá muntu detta oft og mikið. Hins vegar, með þrautseigjuna að vopni, muntu finna röddina og orð þín munu svífa með vindinum eins og lauf að hausti. Þannig að talaðu við kvárið sem þú hefur verið að spá í á Kiki. Farðu í keilu með breska parinu sem leist svona vel á þig meðan þú sötraðir samósur í fríinu þínu. Vegna þess að tjáning er alls konar, bæði orð og verk. Mundu bara að láta aldrei tjóðra þig við jörðu og dreifðu hjarta þínu eins og hýrflugan sem flýgur á milli regnbogablóma. Hel Ada
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.