Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 74
74
Ljón
Land: Frakkland
Ljónið, dragdrottning hinsegin samfélags
ins jafnvel þegar þú vilt ekki vera í dragi. Þú
elskar fátt meira en að sýna þig upp á sviði
í þínu fínasta pússi. Jafnvel þegar þú hagar
þér eins og feimin skólastúlka þá reynir
þú að sýna hæfileika því innst inni viltu að
fólk taki eftir þér og þú vilt njóta birtunnar
hvaðan sem hún kemur.
Það er nota bene ekkert að því að njóta
sviðsljóssins. Þar er heitt og gott eins og á sól
ríkum degi á Benidorm. Þannig leyfðu fólki
að sjá þig og njóttu hins andlega D-vítamíns
sem þú færð út úr þessu. Lífið er þitt og
þetta er allt stór söngleikur saminn fyrir þig.
Strunsaðu því eins og Frank-N-Furter yfir
allt sviðið og láttu heyrast í þessum risaháu
hælum sem halda þér uppi.
Því þú ert erki-slöttið og þar er engin
skömm. Bara njóttu birtunnar meðan þú færð
tækifæri til þess. Hræddur við skömmina?
Út með hana eins og hvert annað sorp og
baðaðu þig í sólinni.
Meyja
Land: Grikkland
Í gegnum árin þá hef ég gert grín að þér,
elsku Meyja. Það er samt meira út af því að
mér þykir svo rosalega vænt um þig jafnvel
þó þú kvartir yfir öllu og að ekkert sé nógu
gott fyrir þig. Því innst inni veit ég að þú ert
allt af vilja gert og vilt að allar Excel-formúlur
séu réttar svo að þú fáir ekki magasár.
Ástæðan fyrir því að mörg okkar elskum
þig er út af því að þú ert jafn fastur í þínu
eigin rassgati og versti klepri. Það breytir
ekkert þinni skoðun og fólk lærir annaðhvort
að elska það eða vill ekkert með þig hafa.
Það er þinn styrkur því með því að vera bara
þú í gegnum súrt og sætt þá tryggir þú að
annað fólk sem hefur svipaða sannfæringu.
Þú ert eins og klettur í brimsjó hinsegin
samfélagsins: óhreyfanlegt
Svo er það bara þitt karma að sjá um
skriffinskuna núna. Hélstu virkilega að þú
gætir brotið og allt og bramlað í þínu fyrra
lífi sem hrútur án þess að þurfa að borga
fyrir það? Núna er komið að skuldadögum og
sjáðu til að þetta stemmi allt. Mundu bara að
skilja þessa andfélagslegu hegðun eftir heima
og þetta verður allt glimrandi.
Vog
Land: Japan
Vogin er að mínu mati alltaf smá Diet-ljón,
en það er meira bara derringur í mér. Vogin
er í eðli sínu rosa diplómati sem vill alltaf að
allir séu sáttir og vinsældir þeirra eftir því.
Í venjulegum heimi myndi það teljast fyrirtak
hæfileiki en þetta er ekki venjulegur heimur.
Samt, þú þarft að læra af mistökum þínum og
því ætla ég frekar að styðja atferlið þitt.
Nýttu þessa kurteisi og virðingu sem þú
býrð yfir og byggðu brýr. Tengdu saman ólíkt
fólk og ólíka heima og sjáðu til þess að heim
urinn verði betri en hann var áður. Þetta er
eitthvað sem ég treysti þér nefnilega alveg til
að gera og það eina sem þú þarft að gera er að
byrja verk þitt. Jú, jú, Steingeiturnar munu
þurfa að framkvæma það en þú hefur alla
burði til að koma þeim saman.
Hins vegar mæli ég með að þú leyfir þér
að finna fyrir tilfinningum þínum. Hleyptu
reiðinni og erfiðum tilfinningum út þegar
þú getur því annars munu þær tvístra hjarta
þínu. Því eins og eitt uppáhaldsskáldið mitt
skrifaði eitt sinn á japönsku og ég þýði illa:
„Jafnvel þó við gerum okkar besta í að setja
aftur saman það sem áður glataðist þá mun
það aldrei verða eins og það var.“
Sporðdreki
Land: Spánn
Ég er alltaf smá hrædd við að skrifa um
sporðdrekann. Aðallega því þið eruð alveg
líkleg til að kveikja í húsinu mínu þegar ég
á síst von á því. Reynum því að halda þessu
á ljúfu nótunum. Ég finn nú þegar hvernig
tilfinningar þínar magnast og innri rödd
þína að segja „djöfuls kjaftæði“. Hlýddu samt
á orð mín um stund. Ég er stundum grimm
en ég reyni að vera aldrei vond.
Þú ert svolítið eins Fönix stjörnuþokunnar.
Mitt á milli stríðs og friðar og eins og er þá
er hvorug ströndin í sjónmáli. Svolítið eins
og hinsegin manneskja í skápnum, tilbúin í
að annaðhvort skella dyrunum opnum eða
halda þeim lokuðum. Því þú ert eins og er
að umbreytast og rísa úr öskunni af því sem
þú varst. Það sem eitt sinn einkenndi þína
persónu er að brenna í burtu og það sem rís
mun vera þitt sanna sjálf. Gallinn er sá að
það tekur bara tíma.
Leyfðu þér að taka þann tíma sem þú þarft.
Leyfðu þér að finna allar þær tilfinningar sem
bærast í huga þínum þangað til storminum
slotar og þú finnur jafnvægið aftur. Það er
nefnilega ekkert að því að finnast eins og þú
sért á ólgusjó, eina sem skiptir máli er að þú
umberir hann um sinn.