Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 75

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 75
75 Steingeit Land: Þýskaland Steingeitin, eða einræðisherra stjörnu­ þokunnar eins og ég kalla það. Þú átt nefni­ lega til að vaða yfir aðra í krafti hæfni þinnar sem getur skapað þér óþarfa óvini. Mundu að temja þér hætti Vogarinnar og allar dyr eru þér opnar, hvort sem það er Kiki eða forsetaembættið. Það eru fá merki jafn dugleg og þú og það er alveg rík ástæða fyrir að þú telur þig oft betri en aðra. Því á meðan aðra dreymir þá framkvæmir þú. Leyfðu þér að framkvæma, byggðu eitthvað fyrir þig og þína nánustu, hvort sem það er betri heimur eða betra hús. Mundu bara að ekki öll tól þurfa að vera oddhvöss og stundum er betra að nýta sér mjúkar hliðar. Þótt margt sé byggt á sterkum grunni þá endist það með mýkt tímans. Þess vegna þarft þú að temja þér þetta tvennt svo það endist. Vatnsberi Suður-Kórea Lífið er súrrealískt leikrit sem virðist engan endi ætla að taka þar til skyndilega dag einn þá endar þetta allt. Þú veist þetta og ert því eins og lauf í vindi á ferð um veruleikann. Eins og Sir Richard Attenborough þá sérð þú hversu hjákátlegt leikritið er og þú nennir varla að pæla í því. Öll lönd hafa þegar verið numin og það er lítið annað hægt að gera en að skemmta sér smá á elliárunum. Ég vil bara segja þér að það er í lagi að njóta sín og það er í lagi að brjóta upp formið, hvort sem það er að innan eða utan. Það halda þér engin bönd og fólkið sem vill binda þig niður getur það einungis ef þú leyfir það. Valdið hefur alltaf verið í þínum höndum þó að það hafi tekið þig ótrúlega langan tíma að átta þig á því. Nýttu tímann í að vera þú. Talaðu við það fólk sem þú vilt tala við og deildu árunum með þeim sem þú elskar, því þótt þér finnist sál þín vera talsvert eldri en flestra, þá eru þessar yngri sálir svo einstaklega skemmtilegar og hressandi. Svona eins og gott freyðivín á góðum eftirmiðdegi. Fiskur Land: Ástralía Þú ert búin að upplifa svo margt og kynnst þeim fjölbreytta farsa sem veruleikinn er. Núna ertu að stíga þín síðustu skref. Þú ert gömul sál sem hefur upplifað margt og í fjarska sérðu vel troðinn veg sem var eitt sinn þinn. Þú hefur rifið í sálir og byggt og upplifað hið sama frá öðrum. Eins og vel nýttur og dáður nálapúði þá situr þú hér í lok tímans og horfir á sólarlagið verða rautt og fjólublátt þegar það kastar léttum skugga yfir líf þitt. Störfum þínum er ekki lokið enn því eins og margar gamlar sálir þá hefur þú svo mikið að gefa. Þú hefur þekkingu og visku sem þú getur gefið næstu kynslóðum og þar af leiðandi byggt betri heim. Ekki fyrir þig, heldur fyrir öll hinsegin ungmennin sem eru að stíga sín fyrstu skref í hinum stóra heimi. Þú ert eins og eldra kvár sem situr í ruggustól á veröndinni sinni. Þú situr þar og segir sögur af drekum sem þú hefur barist við og veislum sem þú hefur notið. Þú situr þarna á síðasta skeiði ævinnar og segir sögu sem verður aldrei sögð aftur í þeirri einlægu von að fólkið sem þú elskar læri af mistökum þínum. Bogmaður Land: Ísland Ég veit að það er klisja en enginn ferðast eins mikið og þú. Munurinn er bara sá að fólk hefur svo einhliða skoðanir á hvað „ferðast“ þýðir. Flestir hugsa um að hoppa upp í næstu flugvél og leggja af stað til fjarlægra landa en að ferðast er svo miklu meira en það. Það er nefnilega hægt að ferðast um alls konar heima, hvort sem það er þessi raunheimur, bækur og sögur, einhver fræði eða jafnvel andleg málefni. Þar erum við eins og geimfarar í villta vestrinu á fjarlægri plánetu að uppgötva ný lönd, einungis til að deila því með fólkinu í kringum okkur. Innst inni þarftu að breiða úr þér. Þú þarft að sigrast á ókunnugum slóðum og öðlast visku og þekkingu, því eins og gaman það er að fara á Kiki þá er heimurinn bara svo miklu stærri. Leyfðu þér að uppgötva heiminn og vertu boðberi hins fjarlæga því þessi þörf er þér í blóð borin. Mundu samt bara að vera ekki fáviti. Þó aðrir geti ekki fylgt þér eftir gerir það þau ekki minna virði en þig. Það að þér var gefin gjöf þýðir að þú þarft að þjálfa með þér umburðarlyndi svo þú getir kennt þeim sem á eftir koma svo þau geti staðið í björtu sólskini við hlið þér og notið hlýjunnar sem þú hefur að gefa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.