Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 81

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 81
81 Því meira sem hinsegin samfélaginu er ógnað því meiri verður þörfin fyrir öruggar og fallegar stundir og staði, fyrir upplifanir og list sem veita okkur innblástur og þrótt. List hefur gegnt mikilvægu hlutverki fyrir hinsegin fólk í gegnum tíðina. Listin hefur hjálpað okkur að tjá eigin tilveru, sem og að finna hvert annað og að sjá okkur sjálf í öðrum. List er græðandi og styrkjandi og við eigum öll skilið að upplifa þá fjölbreyttu fegurð sem fyrirfinnst innan sviðs hinsegin listsköpunar þegar við virkjum fjölbreyttan hóp listafólks og skipuleggjenda. Einsleitir hópar eiga það aftur á móti til að skipuleggja hluti fyrir einsleita hópa — stundum viljandi en, líklega, oftar óviljandi. Ákvarðanir sem virðast á yfirborðinu vera meinlausar geta þó verið útilokandi og frá­ hrindandi. Þetta á líka við innan hinsegin samfélagsins. Þetta sjáum við þegar gleymt er að gera ráð fyrir okkur sem stöndum til dæmis utan kynjatvíhyggjunnar, þau okkar sem eru innflytjendur eða þau okkar sem eru annaðhvort sýnilega eða ósýnilega fötluð. Því enda þótt við séum upp til hópa jaðarsett vegna hinseginleika okkar er ekki þar með sagt að við skiljum jaðarsetningu annarra, eða ólíkra hópa innan samfélagsins — sér­ staklega ekki ef hún er margþætt. Jafnvel þótt við séum öll af vilja gerð, þá er bara ýmislegt sem við getum alls ekki vitað án þess að við opnum vísvitandi augu, eyru eða hug okkar fyrir því. En hvar finnum við þessar fjölbreyttu raddir? Ein leið er að tengja okkur við þau mörgu grasrótarsamtök sem blessunarlega hafa sprottið upp á síðustu misserum. Solaris hjálparsamtök, Tabú, Rauða Regnhlífin, Matthildur skaðaminnkun og R.E.C. Arts Reykjavík beita sér til að mynda fyrir aukinni vitundarvakningu í garð samfélagshópa sem við gleymum oft að eru alveg jafn hinsegin og Ísland er sjálft. Með því að ráðfæra okkur við slík samtök má koma í veg fyrir að þau hinsegin systkina okkar, sem upplifa marg­ þætta mismunun, gleymist þegar við komum saman til að fagna, njóta og dáðst hvert að öðru. Það er jafnframt mikilvægt að við sýnum okkur mildi á meðan við fræðumst um fjöl­ breytileikann og munum að við sem ein­ staklingar — og hinsegin samfélagið í heild — styrkjumst þegar við þorum að leita, læra og vaxa. Við þurfum ekki öll að vera sér­ fræðingar en við skulum vita hverjir sér­ fræðingarnir eru og vera óhrædd við að leita til þeirra. Tökum líka verulegt mark á þeim jafnvel í þeim tilfellum sem svör þeirra við spurningum eða vangaveltum okkar koma okkur á óvart. Ég vil sjá fjölbreytt listafólk, fjölbreytt við­ fangsefni og óvæntar stundir í sýningar- og dagskrárgerð, sem gerir okkur aftur kleift að sjá okkur sjálf og mennsku þeirra sem við gleymum of oft að við deilum hinsegin sam­ félaginu með. Fjölbreytileiki og inngilding eiga heima í listinni en líka mun víðar. Við megum flest vera aðeins meira vakandi fyrir því í okkar faglega og daglega lífi að við getum stundum gleymt að taka tillit til annara. Við sem þekkjum margþætta mis­ munun á eigin skinni getum svo haft það í huga að grasrótarsamtökin, sem veita öðrum ráðgjöf, geta einnig veitt okkur jafningja­ stuðning. Þrátt fyrir fámennið á þessu landi eigum við þetta kröftuga hinsegin samfélag saman. Það spannar landið og teygir anga sína enn lengra. Það nær yfir okkur sem þekkjumst og þau sem við þekkjum ekki. Okkur sem erum mis-djörf, mis-feimin, mis-meðvituð, mis- sýnileg og mis-örugg. En í þessu fjölbreytta samfélagi eigum við það öll sameiginlegt að við getum auðvitað ekki lesið hugsanir og þess vegna þurfum við að hlusta hvert á annað. Þannig á það að vera staðallinn en ekki sérdæmi að fjölbreyttar raddir séu fengnar inn í samtalið: til þess að veita traust og faglega, jafnvel óvænta, innsýn í hin ólíkustu verkefni, viðburði og verk. On Inclusion and Diversity The more the queer community comes under attach, the more we need safe and welcoming spaces, where we can enjoy precious moments together, experiencing art and community. Art has certainly been a source of great comfort for queer people through the ages. It has helped us to express ourselves and relate to one another, knowing that we are not alone. Art is thus a healing power and we all deserve to be able to share in this beauty, of art that is both accessible to all and made by all, as we strive for more inclusivity within our already marginalised community, defined by intersectionality. Sigtýr Ægir Kárason um fjölbreytileika og inngildingu Hugleiðing
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.