Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 84

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 84
84 Sýnileiki hinsegin fólks mikilvægur Það var því mikill heiður fyrir Margréti að vera beðin um að gera lag hátíðarinnar í ár. „Pride-hátíðin á svo djúpstæðan part af mér og bara hinseginleikinn að ég gæti ekki verið montnari og glaðari að fá að gera lag fyrir hátíðina og fyrir sjálfa mig,“ segir hún og bætir við að hún sé stolt hinsegin manneskja sem vilji halda sýnileika hinsegin fólks á lofti. „Ég ætla aldrei að hætta að vera sýnileg og hvet aðra til hins sama.“ Margrét fjallar einmitt um það í laginu hversu erfitt það er að vera í felum: „Það er svo tætandi að þurfa að fela sig á bakvið einhverja grímu sem samfélagið segir þér stundum að setja upp en kannski ef þú kemur á Pride og sérð fólk eins og þig, færðu kjarkinn til að taka hana niður.“ Einvalalið kom að laginu Eins og kom fram hér að ofan hefur Margrét verið viðloðandi tónlistarbransann í rúman áratug og því þekkir hún fjöldann allan af hæfileikafólki sem hún fékk til liðs við sig við vinnslu lagsins. „Lagið er pródúserað og samið af mér en ég fékk mörg hæfileikabúnt til liðs við mig til að hjálpa mér við að klára það. Það er einfaldlega skemmtilegra að gera tónlist með öðrum þannig að ég fékk Röggu Holm, Reykjavíkurdóttur, og Ólaf Alexander, bassaleikara Hipsumhaps og fyrrum Vök- meðlim, með mér í textagerð,“ segir hún og bætir við að tónlistarmennirnir Arnar Ingi, eða Young Nazareth, og Þormóður Eiríksson hafi einnig komið að lokavinnslu lagsins með henni. „Minn besti maður, Friðfinnur Oculus, sá um að mastera lagið. Svo kemur auðvitað Páll Óskar með guðdómlegu röddina sína og tekur þetta lag í hæstu hæðir. Þvílík gleði þegar hann Páll Óskar sagði já við að vera með í laginu,“ segir Margrét brosandi út að eyrum og bætir við: „Oh, my god!“ Að hefja langþráðan sólóferil Það má segja að það að gera lag Hinsegin daga í ár hafi haft töluverð áhrif á feril Margrétar því það veitti henni innblástur til þess að hefja sólóferil. „Þetta fallega sam­ starf milli mín og hátíðarinnar gerði það að verkum að ég er að láta langþráðan sólóferil verða að veruleika og þar mun ég koma fram undir nafninu RÁN,“ segir Margrét en henni fannst of persónulegt að notast við fullt nafn og vildi skapa annað sjálf fyrir sólóferilinn. „RÁN fannst mér spennandi valkostur og nafnið táknar sjávargyðja en mér fannst of persónulegt að vera Margrét Rán svo að RÁN fær að vera svona mitt annað sjálf.“ Með því að fara af stað í þetta verkefni sé hún að full­ nægja sköpunarþörf sinni. „Það er yndislegt að fá að vera í Vök og GusGus og þar er nóg framundan en ég þarf að fá að fullnægja sköpunarþörfinni í mér. Þannig að ég ætla að gefa út meiri tónlist í haust og vetur og ég hlakka mikið til að sjá hvert RÁN tekur mig.“ Aðdáendur GusGus þurfa þó ekkert að óttast en Margrét er einnig að vinna að nýrri plötu með félögum sínum þar. „Það stefnir í þrusugóða plötu. Þess á milli erum við svo að skreppa í tónleikaferðalög. Við hlökkum mikið til að troða upp í Hörpu í vetur og spila Arabian Horse-plötuna. Ég á vissulega ekki neitt í þeirri plötu og var ekki í bandinu þegar hún kom út en guð minn góður hvað hún hafði mótandi áhrif á mig og ég hlakka mikið til að vera með á þeim tónleikum.“ Hinsegin dagar hafa mótað vinahópinn Margrét á marga hinsegin vini og segir að Hinsegin dagar hafi mótað vinahópinn sinn að vissu leyti: „Ég er svo heppin að eiga risa vinahóp sem er um það bil 90% hinsegin þannig að það hafa verið ófá Pride-partý sem við höfum haldið saman og við höfum alltaf hópað okkur saman í göngunni eða í Hljómskálagarði til að fagna fjölbreytileik­ anum saman,“ segir Margrét og bætir við að hátíðin hafi mikla þýðingu fyrir hópinn. „Pride svona eiginlega mótaði vinahópinn minn þannig að hátíðin hefur mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir hún. Það er þó ljóst að hátíðin í ár verður með breyttu sniði fyrir hana þar sem hún mun flytja lagið í Hljóm­ skálagarðinum í lok göngunnar. Hún vonar að fólki finnist jafn gaman að hlusta á lagið og henni fannst að gera það og vildi koma þessum skilaboðum á framfæri undir lokin: „Gríptu fánann, syngdu með og dansaðu!“ Proud, Queer and Determined to Be Vocal About It Margrét Rán Magnúsdóttir, or RÁN as her stage name as a solo artist is, is the writer and the performer of this year's Reykjavík Pride Anthem, “Gleðivíma”, which can be translated as “Euphoria”. The song also features Páll Óskar and will be performed in Hljómskálagarðurinn following the Pride Parade, but the song itself is inspired by Margrét’s experience of her first Pride 17 years ago. Margrét has been an active and prominent member of the Icelandic music scene since 2013, for example being the founder of the band Vök and a member of the legendary GusGus. Árin þau líða Ég man svo vel Gleðivíma Ég fann mig hér Gleðivíma ft. Páll Óskar Lag: Margrét Rán Magnúsdóttir Texti: Margrét Rán Magnúsdóttir, Ragnhildur Holm Magnúsdóttir, Ólafur Alexander Ólafsson Fór niðrí bæ og hristi mig vel Með Palla og pride og fólki eins og mér Tilfinning sem ég geymi Enn Árin þau liðu Á bak við grímu faldir allt Braust þig niður En þú þráðir heitt að verða frjáls Fórst niðrí bæ og hristir þig vel Með Palla og Pride og fólki eins og þér Litadýrðin hún er hér Kannski sérðu það í dag Meðan þú dansar og syngur þetta lag Hleyptu nýjum heimi að Meðan þú veifar fánanum í takt Fór niðrí bæ og hristi mig vel Hristir þig vel Hristir þig vel Með Palla og Pride og fólki eins og mér Fólki eins og þér Fórst niðrí bæ og hristir þig vel Hristir þig vel Litadýrðin hún er hér Kannski sérðu það í dag Meðan þú dansar og syngur þetta lag Hleyptu nýjum heimi að Meðan þú veifar fánanum í takt Meðan þú veifar fánanum í takt Kannski sérðu það í dag Meðan þú dansar og syngur þetta lag Hleyptu nýjum heimi að Meðan þú veifar fánunum í takt Meðan þú veifar fánunum í takt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.