Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 96

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 96
96 Viðburðir fyrir börn og ungmenni hafa vakið mikla lukku undanfarin ár. Mikilvægt er að einstaklingar á öllum aldri og fjölskyldur finni einnig eitthvað við sitt hæfi. Hinsegin dagar leggja áherslu á að fjölskyldur upplifi sig velkomnar á hátíðarhöldunum. Sömuleiðis er áhersla lögð á að unglingar og ungt fólk finni sinn stað á hátíðinni, þar sem þessi hópur fer hratt stækkandi. Vinsælir viðburðir verða endurteknir auk nokkurra nýrra sem verða hluti af dagskránni. Fjölskyldur og ungmenni ættu því auðveldlega að finna eitthvað við sitt hæfi á Hinsegin dögum í ár. Unga fólkið á bak við tjöldin Stjórn Hinsegin daga er í góðu samstarfi við unglinga og ungt fólk sem hefur brennandi áhuga á að skapa, skipuleggja og koma með hugmyndir að viðburðum og leiðum til að auka sýnileika ungs hinsegin fólks á Hinsegin dögum. Mikilvægt er að viðburðir höfði til sem flestra og því nauðsynlegt að vera í samstarfi við unga metnaðarfulla einstaklinga. Í ár var starfandi ungmennaráð sem kom með hugmyndir og sá um framkvæmd á nokkrum viðburðum fyrir ungmenni og unglinga. Þetta samstarf er mikilvægt til að geta boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða ungmennadagskrá. Hinsegin handverk Pride Centre (Iðnó) — Sunnusalur Mánudaginn 5. ágúst kl. 13:00-15:00 Pride vikan byrjar á notalegum nótum þar sem hinsegin fjölskyldum er boðið að koma í Pride Centre og búa til armbönd og listaverk úr perlum og öðru efni. Skemmtilegur viðburður til að koma saman, spjalla, hlæja og föndra. Kósýkvöld á Loft (18-30 ára) Loft, Bankastræti 7 Mánudaginn 5. ágúst kl. 18:00-23:00 Notaleg stund á Lofti í upphafi Pride- vikunnar. Spjall, spil og öll velkomin! Nú og þá Pride Centre (Iðnó) — Sunnusalur Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 14:00 Nú og þá er verkefni sem snýst um að skapa samtal milli ólíkra kynslóða hinsegin fólks í gegnum gamlar ljósmyndir úr hinsegin samfélaginu sem hinsegin ungmenni á aldrinum 15-25 ára hafa valið og endurgert. Einn, tveir og DRAG! Pride Centre (Iðnó) Miðvikudaginn 7. ágúst kl.14:00 Dragsýning fyrir allan aldur og vinnustofur fyrir 12-17 ára. Glæsileg dagskrá fyrir dragaðdáendur á öllum aldri. Litríkar uppákomur fyrir alla, m.a. bókalestur með dragdrottningunni Starínu, húllahringir með Bobbie Michelle og andlitsmálning. Hápunkturinn verður dragsýning á sviði Iðnó en í aðdraganda viðburðarins verður boðið upp á vinnustofur fyrir ungmenni sem eru að stíga sín fyrstu skref í dragheiminum. Ungar hinsegin raddir Pride Centre (Iðnó) Miðvikudaginn 7. ágúst kl. 18:00 Tónlistarviðburður þar sem raddir hinsegin ungmenna fá að heyrast. Fjölbreytt atriði og frábær skemmtun. Regnbogahátíð fjölskyldunnar Elliðaárdalur, leikvöllur Miðvikudaginn 7. ágúst kl. 16:30 Hinsegin fjölskyldur ásamt Hinsegin dögum bjóða upp á skemmtilega dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Leikhópurinn Lotta sýnir Bangsímon á Lottutúni í dalnum kl. 18:00 og fá gestir Regnbogahátíðarinnar 1000 kr. afslátt af miðaverði. Frítt er fyrir börn 2 ára og yngri. Vonumst til að sjá sem flestar regnbogafjölskyldur koma saman, leika sér og eiga gleðilega stund saman. #YouthPride Barna- og ungmennadagskrá Hinsegin daga Helstu viðburðir ungmennadagskrár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.