Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 13

Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 13
FREYJA, MARZ OG APRIL 1899. 13 ur, ekkert ríki og engin þjóð, með allri sinni reynzlu og allri sinni auðlegð hefur nokkurntíma lagt grundvöll til jafn fullkominnar menntastofnunar eins og þessi er fyrir menn og konur. Hinar Evróp- isku þjóðir standa forviða. Um það segir einn breskur listamaður þetta. „Enginn af þeim 11 uppdráttum sem Antwerp nefndin valdi fyrir hinn mikla California háskóla sem byggjast á í Berkeley undir umsjón rnrs. Phebe Hearst var dregin af breskum listamönnum. Erindsreki blaðsins „Daly Mail“ heimsótti mr. Norman Shaw fulltrúa bresku nefndarinnar þegar liann kom heim úr Antverp ferð sinni—til þess að fá upplýsingar í þessu efni. Mr. Shaw benti honum á að þó bretar liefðu ekki verið svo lieppnir að eiga neitt. af hinum ellefu uppdráttum hati þeir þó verið með. Nöfn þeirra sem unnu þessa kappraun listarinn- ar voru auglýst, en ekki hinna sem töpuðu. Honum sárnaði að vísu að bretum skyldi ekki auðnast að vinna en hann undraði það þó ekki. Bret- ar eru snillingar að bvggja smekk- leg íbúðarhús og kyrkjur, en ónýtir víð stórbyggingar. Frakkar eru þar þvert á inóti. Þessi háskóli átti ekki að vera neitt vanalegt smíð, lieldur listaverk hugvitsmannanna, sem standa skuli Bandamönnum til heiðurs um komandi aldir.“ Eg vil geta þess, að af 120 upp- dráttum eftir færustu bygginga- meistara heimsins voru aðeins 11 teknir gildir, og af þe3sum 11 voru (i eftir Bandaríkjaménn. Þetta sýnir að þeir standa eins framarlega í bvgginga íþrótt eins og skotfimi' 0g mrs. Ph. Hearst sýnir fyllilega að konur framtíðarinnar, alveg eins og konur þessa tíma og liðins tinia, munu verða færar til að levsa af hendi sérhvert starf er þaríirnar og kringumstæðurnar leggja þeim á lierðar. Framþróim,tækifæri og and- legt viðsýni er það sem heimurinn þarfnast til þess að hann geti orðið heimili f'riðar og eindrægni, í stað- inn fvrir orustuvöll haturs og hefni- girni. Nei, vör þurfum ekki að skamm- ast vor fyrir konu hins umliðna tima, né vera neitt hræddar um „konu hins komandi tíma.“ Hún, konan, hefur æfiniega veriðmóttæk- ileg fyrir hverja einustu framför. Ef þér skylduð stökusinnum heyra gegnum blöðin eða utan þeirra, ókvennlegar raddir, þá gleymið því ekki að þær hafa á öllum tímum átt sína líka á tilgjörðar og slúðurmörk- uðum heimsins, þar sem ekki var til nein „ný kona.“ Gleymdu því ekki, að sé hún af þeim flokki sem skortir sálar þrek til að hugsa og tala, sem kalla sig íhaldskonur og eru það í verkinu með því að halda fast við vanann. Þessar konur hafa átt sína líka bæði hjá karlkyninu og kvennkyninu, því eftirstælingin er eilif' og allstaðar nálæg. Óttist því ekki. Meiri og full- komnari þroskun, farmleiðir fín- gjörfari og göfugri konur, en ekki grófari. Gleymið þvi ekki, að konan með liina djúpu hreimfögru sterku rödd, konan sem tekur föstum tökum vís- indi, listir og bókmenntir, konan sem óttalaust mætir augnaráði bróð- ur síns eða bónda, er miklu göfugri en hin síhrædda squaw [indíána lionaj, eða hin feimna Alice Ben Bolts, eða hin yflrliðagjarna mið- alda frú. Berið því ekki kvíðboga fyrir liinni „komandi konu.“ Hún mun eiga menntaðri upplits- djarfari og kjarkmeiri móður, sjálf- stæðari og göfgari og sannari föður en kona hins umliðna tíma. Hún mun nota alla sálarkrafta sína, og' á lierðum hennar mun allur helmingur framfaranna og heims- menningarinnar hvíla; liún mun framleiða kynflokk sem ekki óttast að mæðurnar—dætur sínar verði ,,ókvennlegar“ af því liún sjálf hef- ur verið kjarkmikil og fjölhæf. Og liún mun framleiða sonu sem mundu skammast sín fyrir að taka eða þiggja meiri réttindi en systur þeirra hefðu. A þessum komandi tímum mun konan gjöra a 111 sem hennar sameinuðu kraftar geta gripið. Lengra en þetta kemst hún ekki. Um meira en þetta biður hún ekki. Atvikin liafa þegar ýtt henni af stað. Hún gengur út til að mæta lest framfaranna, hún stendur ferð- búin og heldur á ferðatösku sinni, og er hvergi smeik. Hvert ætlar hún? hún ætlar að fara með lest framfaranna, og á morgun, þegar hún er orðin fjár síns ráðandi, og hefur vasabókina sína í sínum eigin vasa, þá hættir hún að ferðast á öðru plássi. Barnakró. Auðsýndu lœrleika meðan þú getur. f vör stráðum eins mörgum blómum á lífsleið náunga og vina vorra, og vör stráum á leiði þeirra og líkkistur, hversu miklu fleiri glaða daga mundi þeir ei lifað lmfa, og frá hversu margri biturri samvizkunögun mundi það ei frelsa sjálfa oss eftir burtför þeirra. Littla húsið var þögult og eyði- legt. Dauðans kyrð og ró drottnaði umhverfis og innan veggja þess. Móðb'in lá á líkbörunum og maður- inn hennar stóð hjá henni grátbólg- inn. ,,Þú hefur verið mér trúföst og elskuleg eiginkona,“ sagði hann lágt. „Þú hefur umfaðmað okkur öll með ást og umhyggju, en við höfum ekki tekið eftir því.“ Dóttirin kraup við hlið sinnar framliðnu móður, og tárir streymdu niður kinnar hennar. „Ó, þú hefur elskað okkur, en hvernig höfum við endurgoldið elsku þína móðir? Ó elskaða móðir!“ andvarpaði hún. I einu horninu sat ungur maður sem enginn liyrtium. Astin og með- aumkunin var horfln sjónum lians. Með léttúðgu líferni liafði hann rofið öll vináttu og tryggða bönd, og marga sorgar og andvökunótt bakað þessari móður sem lá þarna á líkbörunum. Hjartað sem liafði slegið fyrir hann, liðið fyrir hann og elskað hann og vorkennt honum þegar alit annað snöri við lionum bakinu, var nú kólnað—kólnað í dauðanum. Þarna sat hann og dyrfðist ekki að koma nær þessari móðir fyr en faðir og systir voru farin út. Þá læddist hann þangað bljúgur og iðrandi. „Móðir,“ sagði hann liljóðlega. ,,Þú ein elskaðir inig þegar allir aðrir yttrgáfu mig, þú ein varst mér góð og umburðar- lynd. Ó móðir! ó hversu mig iðrar nú sárt alls sein ög gjörði þér á móti Elskaða móðir, nú fyrst elska ég þig eins og þú átt skilið, og nú, á meðan

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.