Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 16
220
FREYJA
VI. io.
,,Hvað á ég þá að gjör*?“ sagði Karþ sem þekktl ofurstann of
vel til að deila við hann um þetta atriði.
„Fjandinn hafi það, maðurl Sagði ég ekki að ég vildi láta
fœra mér Sam Wilson!“
,,JÚ, en hvað sýnist yður um aðferðina?“
,,Mér sýnist ekkert um hana, major. Haldið þér mig þann
asna, að senda mann í slíka ferð, sem ekki getur sjálfur ráðið ráð-
um sínum. “
,,Má ég þá gjöra uppástungu?“
,,Það er einmitt það sem ég œtlaðist til, þó það tæki þig and-
skoti langan tíma að komast að því. ‘ ‘
,,Það er gamalt máltæki, að fant þurfi til að handsama fant,
og ég gjöri þá uppástungu að njósnari sé sendur til að handsama
njósnara, ofursti Hazel. “
Ofurstinn hló dátt og hallaði sér aftur á bak upp að hæg-
indinu. „Haldið nú áfram, major. Þér eruð maðurinn eins og
ég vissi, ‘ * sagði hann.
,,Ég sting þá upp á því, að ég, með yðar leyfi fari f njósnar-
för við tíunda mann, sem ég sjálfur vel til þeirrar ferðar. “
,,En hvað um Sam Wilson?“
,,Ferðin er auðvitað gjörð til að ná honum, en um það meiga
menn mínír ekki vita, nema þeir einir, sem ég kann að trúa fyrir
því.
,,Þér eruð maðurinn, eins og ég vissi, herra major, annars
hefði ég ekki sent eftir yður. Farið þá og Iátið ekki gras gróa í
sporum yðar. ‘ ‘
Karl brosti, hann vissi að á bak við þetta hrjóstuga viðmót lá
drenglynt hjarta, og þegar hann var að fara,kallaði ofurstinn á hann
og sagði: ,,Það er nœgur tími til að fá sér glas áður en þér farið,
major. “
,,Þökk fyrir heiðurinn, ofursti, en ég býst varla við að það
skerpti nokkuð vit mitt eða byggi mig að nokkru leytí betur undir
starf mitt. ‘ ‘
,,Hvað! þér neitið þó ekki að drekka glas með mér, “ sagði
ofurstinn í þrumandi róm.
,,Ég vildi ekki móðga yður, herra ofursti, en ég inyndi ekki
drekka með forsetanum sjálfum þó hann byði mér það.“
,,Forsetinn er engu berti en ég, ungi herra. “
,,Auðvitað ekki, og ekki betri en ég, ofursti. “ (Framhald).