Freyja - 01.12.1906, Qupperneq 5

Freyja - 01.12.1906, Qupperneq 5
EX. 5. FREYJA 101 hún ömurleg og köld. Hún kom til hans er hann stóö yfir nioldum foreldranna sinna, og þá fannst honumhún óvelkom- inn, en sjálfsagður gestur. Hún kom til hans þegar hann fór hina fyrstu ósigurför lífsins, og þá hugaöi hún hann. Hún koin til hans, þegar hann stóö yfir moldum barnanna sinna og konunnar sinnar, og þá fannst honum hún hluti af sjálfum sér. Síöan hefir hún veriö daglegur gestur hjá honum og nú skilur . hann hana.—Nú skoðar hann hana ekki sem óvin, heldur vin, sem kom til hans þegar alliraðrir yfirgáfu hann. Hann veit nú að hún kom ekki með ólánsöldurnar sem yfir hann gengu, aö hún var ekki orsök í barna eða atvinnumissi hans, að hún hafði ekki orsakað ósigur hans í baráttu lífsins. Að allt þetta liggur í eðli manns sjálfs og rás viöburðanna. Eins og vonir œskuáranna yfirgáfu hann og æskan og gleðin —af því þter voru sjálfsagöur hluti þeirra ára, þannig kom Sorgin—sjálfsagður hluti reynzlunnar. Þegaræskan í fyrsta skifti fœr sig fullreynda, og þegar hún nœst lœtur undan síga þá fer æfinni að halla og Sorgin skipar það sœti, sem Gleðin áðurátti. Maður venst henni og fer jafnvel að þykja vænt um hana, og síðast veröa þau vinir. Þær horföust í augu, Gleörn og Sorgi n, þar sem þœr sátu. Það er svo skammt á milli vöggunnar og grafarinnar. ,,Ég fþt honum lífið,Œskuna og vonirnar, “ sagði Gleðin og benti á barnið í vöggunni. ,,Ég ílyt honum eilífa hvíld, “ sagði Sorgin og benti á öldunginn á grafarbakkanum. Barnið leit upp og horföi meðaumkunaraugum á öldung- inn, en breiddi faðminn út á móti lífinu og gleðinni. Öldungurinn leit einnig upp, brosti angurblítt, blessaði barnið, hallaði sér útaf og sagði: ,,Nú vil ég sofna“. OgSorgin og Gleöin tóku saman höndum yfir v'iggunni «g gröfinni. Brynhu.dur.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.