Freyja - 01.12.1906, Blaðsíða 13

Freyja - 01.12.1906, Blaðsíða 13
IX. 5. FREYJA 109 ,, Er hann ekki fal!egur?“ sagöi ungfrú Baily og horföi ánœgjulega á rauöa andlitiö. Svo horfði hún á okkur á víxl og bœtti svo við: ,,Mér sýnist hann virkilega líkur þér. “ ,,Guö minn góöur! þaö vonaégað ekkisé, “ sagöi ég. ,,Barnið er þó reglulega fallegt svo þér er heiöur að sarn- líkingunni, “ sagði hún glettnislega. Ég yppti ðxlum og fann glöggt 11 þess.hver hlessun það er fyrir mannkyniðað kvennfólk skyldisjá nokkuð fallegt í svip- lausu og grettu ungbarns andliti, því án þess væri í sannleika full ástæða til að óttast þjóðar-sjálfsmorð. , ,Vill pabbi ekki kyssa soninn?4* sagði ungfrú Baily og le.it upp og framan í mig hlœgjandi. ,,Nei, það veit guð, “ sagði ég og flúði eins langt og kringumstæðurnar leyfðu. ,,En svo máttu þó til að kyssa hann þegar frcendi þinn kemur, “ sagði hún glettnislega. ,, Já, eir þá verð ég að kyssa þig líka. “ ,,Það ættirðu að geta gjört fyrirvaralaust, “ sagði hún og roðcaði við. Það er óþarft að segja nákvæmlega frá því, hvernig við smátt og smátt fylltum húsið af munuin, sem að sjáifsögðutil- heyra hverju góðu heimili,og þegar ég hált að allt vœri nú til, spurði éghvorthún héldi að nokkurs vœri ábótavant, og kvað hún nei við. En þá tók hún eftir því, að ekkert var œtilegt í húsinu og varð henni hverft við það. Eg bað hana þá að búa út lista yiir það sem vantaði og skyldi það koma þó það tæki mig alla nóttina að útvega það, því manni, sem hefði eignast konu og son á örfáum klukkutímum,yrði ekki vandrœði úrþv/ það er að segja ef hún yrði ekki hrœdd að vera ein. Hrædd! ekki mikið. Svo hafði hún soninn til að líta eft- ir sér. Þegar égkom heim með frænda niinn daginn eftir fannst mér ég verða að vera dálítið bóndilegur, svo ég vatt mér að Edith og kyssti hana þegar hún kom fram til að fagna okkur og ég tók það ekkert nœrri tnér. Það var eitthvaðsvo aðiað- ar.di að koina heim og Edith hefði snúið huga hvers manns frá einlífi, enda sá ég að frændi var ánœgður með konuna mína.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.