Freyja - 01.12.1906, Side 15

Freyja - 01.12.1906, Side 15
IX. 5. FREYJA 111 síðan, “ sagöi hann hálf rannalega ]>egar Edith hœtti að spila. „Mamma spilaði þessi lög oft, “ sagði Edith í klökkum róm. ,,Hét móðir þín María Worthington?“ spurði frændi. , ,Já, þekktir þú hana?“ ,,Þekkti ég hana, barn?—einu konuna sem ég hefi nokk- urntfrna elskaö, og ég held aö henni hafi einnig þótt vœnt um mig áður en hún kynntist föður þínum. Faðir þinn varð fijót- ari til og síSan hefi ég varla séð glaðan dag, en nú finn ég þá dóttur hennar. Er það ekki merkilegt?" Karlinn labbaði sig til hennar og tók hana í fang sitt eins o'g barn og settist með hana út í horn. En hvað mér leið illa. Mér fannst ég hafa misst hjartfólgin vin. Égþekkti migekki, ég var virkilega orðinn afbrýðissamur, þau sátu lika þarna í faðmlögum og höfðu auðsjáanlega gleymt mér. Þess vegna rauk ég út og gekk frani og aftur þangað til ég var búinn að gatganga skóna niína. Ég hugsaði líka marg't á meöan, svo sem eins og það, að frændi væri auðugur ogmyndarlegur mað- ur, hreint ekki yfir fimrntugt, og livað vœri þá eðlilegra en aö hann giftist dóttur forn-unnustu sinnar. Ég get ekki sigt að þessi hugsun gjörði mig neitt skap-betri, en ég fór heiin, sann- færðurum að svona mundi fara. Ég gjörði heilmikinn hávaða þegar ég kom heim til þess að gjöra þeim ekki illt við, en J>að var óþarf? varkárni, því Edith var ein inni og mér sýnd- ist öl! útgrátin og bætti það ekki skaplyndi mitt. ,,Hvað gengur að þér, hefir frændi sagt nokkuð til að angra þig, ‘‘ sagði ég hálf gramur. ,, Nei, langt frá, en ég held að honum þyki virkilega vænt uni mig. Er það ekki undarlegt?“ „ Ekki sé ég neitt undarlegt við það,“ sagði ég með ó- þarfa áherzlu. ,,Mér hefir aldrei liðið eins vel og í kvöld síðan mamma dó, “ sagði Editlu „Einveran er eitthvaö svo þreytandi, að það er veruleg hvíld að vita af einhverjum sem ekki er al- veg sama um mann, jafnvel þó það sé einungis í ieik eða í bráðina, og síðan Hinrik talaði -viö mig, get ég varla trúað að þetta sé tómur leikur. Ég vildi að Hinrik yrði lengi, lengi. “

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.