Freyja - 01.12.1906, Síða 22
FREYJA
IX. 5-
nS
IV.
Við höggpall hetjanstendur
með hraustum niðjum tveim
með bundnar báðar hendur
því braut var lokuö þeimr
hans sál var glöð—nú sá ’ann
er siðsta gekk hann spor
á bak við sjónhring bláan
svo bjart og fagurt vor. .
Við helstríð hinnstu nauða
’ann hrópar þungt og snjallf:
,, Mót grimmum geng ég dauða
ó guð! með lið vort allt.
Þér hreina fórn skal færa
vort frjálsa líf og blóð
og þfnu.íi kynkvist kœra
er kvalda Ieysti þjóð.
,,SkaI nú hér nema staðar
rninn náðar herra kær,
þar mig í blóði baðar
hinn blái dauöa sœr?
Eg vona að blómið vakni
þó visni rót um stund
og rammir fjötrar rakni
er rís við sólu 'grund. “
Svo skall þar öxín æga
með ógn og dauða hljóm.
þá féll sú hetjan frœga
var fullnœgt þræladóm,
en níðingsverkið versta
þar vannstu, J)jóðin mín,
þú erföir ánauð rnesta,
það urðu launin þín.
Ög sviphýr sólin viknar
að sjá hans hjartablóö
og bjarta foidin bliknar
sem brennd af steypi glóð,
og harm-söng fossinn fiytur
um fólskuverkið það,
en sögudísin situr
með sár í hjartastaö.
Hanslífir lofstýr fagur
unz Ijós að aftni dvín
og hínnsti hefndadagur
á hœrur dreyrgar skín
er harma hans frá kífi
sem heilög vitni merk,
að taka’ hinn tigna’ af lífi
var tveggja þjóða verk.
I svalri sefur rnoldu
við sólgyllt norður skaut
hjá þeim er órétt þoldu
á þröngri jarðlífs braut,
frá dimmu djúpi stígur
í dýrri cg fegri rnynd
erhinnsta kvöldsól hnígur
í hafsins bláu lind,
Þyrnik,
Ath.— Jón bískup Arason &tti
hestþiu-.ner beztur þóctí á íslancli í
þá tíð og sein venjulega var kallaður
„tólf dala Brúnn."
Lærís úlfur — liér er Atr við
Daða í Snóksdal er var hinn verstr
fjandmaður J. biskups Arasonar.
Á Sanðafelli börðust þeir J. A.
ogsvnir hans við Daða og voru
handteknir og síðan hálshöggnir án
dóms og laga. —Höf.