Freyja - 01.12.1906, Qupperneq 28

Freyja - 01.12.1906, Qupperneq 28
124 FREYJA IX. 5. '-'í'VvV /f Kf - spýrja hvaö langt þœ,r ættu eftir til guös og hvaö lengi þær yrðu á leiöinni. En var líklegt a‘5 hún skildi svarið, var lík- legt aö 'h'ún, barniö, bœri skyn á tímalengd eöa rúmsvið eilífö- arinnar? Var hún ekki nýkoniin út yfir vébönd tímans? Þetta hlaut aðfvera morgun eilíföarinnar. En svo mundi hún að henni haföi veriö kennt, aö á landi eilífðarinnar væri engin umbrevting né umbreytingarskuggi,og væri nú svo, þá vœru þar engiii Umskifti dags og nætur. Æ, hún var svo lítil, en eilíföin svo stór! Hví var hún þá að að reyna að skilja hið ó- skiljanlegá? Hví ekki njóta sœlunnarvið brjóst móðurinnar,sem var að flytja hana þangaö sem hún átti heima, þar sein allir væru óendanlega sœlir? En þessi hugsun vakti císlökkvandi þrá í sálu hennar til að láta betur að hinni engillegu móður sinni, og kyssa hana á munninn og kinnarn- ar- En þá varð undarleg breýting á öllu þessu, henni fannst þær snögglega stanza, segul-ljósstraumarnir hvinu í eyrum hennar svo henni fannst höfuðið á sér ætla að springa af ein- hverjum voðalegum þrýsting. Þœr höfðu strandað á ljóshaf- inu, og nú reyndi hún af öllum kröftum að víkjavið höfðinu, og henni tókst það. Hún opnaði augun og varð þess þá vör, að hún lá í fleti sínu og að húsmóðurin hafði hendur í hári hennar og sagði í fremur óblíðum róm: ,,Ætlarðu ekki aö komast á flakk og hiröa fjósiö, ókind- in þín? En ef þú hellir aftur niður mjólkinni, skaltu sjálfa þig fyrir hitta!“ Að svo mœltu gekk hún snúðugt brott frá henni. Bína fór að klæða sig, það var fariö að lýsa í glugga, og jólanóttin var liðin. Það setti að henni óstjórnlegan grát, því nú vissi hún að jólasœlan hennar hafði einungis veriö draumur!

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.