Freyja - 01.12.1906, Síða 35
IX. 5:
FREYJA
13'
safnar sonum og dœtrum landsins á vissa staði, þ ar sem lífiíi
«r eins valt, og vonirnar hafa aidrei tœkifæri til aö iifna, en
engin dýröarköröna bíður þeirra senr dej ja, eins og þó átti
sér stað í hinu fyrra tiifeilinu. Þetta vald heitir Maminon, og
útsendar-ar hans Agirnd, og þau hrópa í sífellu: ,,Geíiö oss
börnin yðar!1'1 Og börnin eru rekin ór foreldra húsum, til að
seðja hungur sem aldrei fyllist, og Matninon hetir svo blind-
aö flesta, aö fáir he.yra eða sjá andvörp fórnarlambanna—
barnanna sein streyma til verkstæðanna—barnanna sem bera
hita og þunga hinna löngu vinnudaga fyrir'jófín.
,:, Leyfið smábörnunum til mín að koma og bannið þeirn
þaö ekki, því sjíkuin héyrir guðsríki tii, “ sagði hann sem
kállaður er iarnaviiiHriith, harm sem bannfœrði þá, sem níð-
ast á ekkjum og munaðarleysingjum. Gengi ókunnugur út-
iendingur efiir götum vorum mundi hann álíta oss barnelska
þjóð, því víöa í glungum og á veggjum inna stóru bygginga
má sjámeðstóru letri: ,,Hér vantar litla drengi“ eða
,,litlár stúlkur“. Honum dytti ekki í hug, að hér í stórborg-
itm vorum eru tvœrraddir að kaila á börnin, rödd Krists og
Mammons.
Það eru til óþœgileg lög sem ákveða að börn megi ekki
vinna á verkstœðum innan ákveðins aldurs. Auglýsingar
viðvíkjandi vöntun barna eru þess vegna œiinlega stílaðar
þannig, að ,.lítil börn vanti—ekki ,,ung“, þvf þá næðu lög-
in tangarhaldi á þessum auglýsendum. Skyldi þessi auglýs-
ing um vöntun á litlum börnutn ekki meina einnig Htið kaup?
í búðum og á verkstæðum þarf æfinlega að fjölga fólki fyrir
jólin, og það er fyrir jólin sem sæguraf börnuin fyllir búöirn-
ar og verkstœðin til aö vinna, Seint og snemma kvöld og
morgna mœtir maður uppgefnum unglingum á leið til vinnu
eða úr vinnu. . Fyrir jólin fjölgar þessurn hóp, á götum úti,
í göngum, búðum, kjöllurum, vöruhúsum, verkstæðum —er
allt fullt af þessu smávaxna vinnufólki, sem vinnur lengri
vinnutíma en vanalega á sér stað til að búa undir hátíðahald
hinna efnaðri.
Á brjóstsykurverkstæðum og ýmstim öðrum glingurs-
verkstæðum eru þó flest börn. Þar er lœgst kaup og lengstur