Freyja - 01.12.1906, Qupperneq 40
»3 6
FREYJA
IX. 5.
né þó vélarnar rífi og slíti litlu fingurna, því þeím er kennt
það eitt, að stvggja ekki husbónðann því af náð hans life
þŒK. Þær hlaupa þegjandi me5 tár í augunum, grátstaf í
kverkunuin og blæöandi fingur á spíta'ann til að fá bundiö
um sárin, því bló5 þeirra má ekki bletta kassana, þó þaö
hrópi í himininn daglega, sem órækt vitni um barnaþrældom-
inn í landi frelsisins. Þessar litlu stúlkur, svo ánœgðar með
þÁ stcðu sem guð hefir útvalið þEiM eru uppáhalddrottna
þeirra.
Yður dettur ekki í hug, kæra frú, a5 kassinn sem þér
senduð vinstúlku y5ar, meö bita af brúðarkökunni yöar í, sé
gjöröur á,þessum verkstœöum, þar sem börnin eru lokuð inui
þangaö til kröfum húsbænda þeirra er fullnœgt, eöa fallegi
kassinn með gylltu stöfnnum og vinsamlegu oröunum—Gleði-
leg jól! né heldur að rósirnar á hanska kassanum yðar séu
gjörðar aflitlu stúlkunum með holdgrönnu hendurnar og rauna
legu augun.
Eg get aldrei gleymt ofurlitlum dreng sem ég s'á standa
hálfboginn við ofurlítið borð og líma pappírsræmur með orð-
unum: kork tappar, kork tappak, á kassa allan daginn með-
an aðrir drengir á hans reki léku sér úti. Þetta var sá eini
boðskapur sem hann flutti heiminum og vinnan sem hann
vann, varallur sá iagnaðarboðskapur sem siðmenningin flutti
honum. Dytti honum í hug að gjöra verkfall — hcetta, voru
ótal aðrir drengir reiðubúnir til að koina í hans stað, ekki af
því að vinnan vœri svo skemmtileg eða arðsöm, heídur af því
að þeir verða að vinna eitthvað, því sulturinn erharður hús-
bóndi.
Það kemur fyrir að á þessum börnum sannast málshátt-
urinn: Svo iná lengi brýna deigt járn að það býti um síðir, og
að þessi þolinmóðu, þrautseigu vinnudýr vakna til meðvit-
undar um að þeim sé misboðið. Um mesta annatímann fyr-
ir tveim árum síðan, gjörðu tvöhundruð stúlkubörn semunnu
á kassaverkstæði nálægt Williamsburg Bridge, verkfall, afþví
eigandinn lækkaði kaup þeirra um io prc. en sú lækkun
þýddi meiri skort. Börnin sendu út áskorun til annara barna
um að taka ekki vinnuna og settu svo nokkur úr hópnum.