Freyja - 01.12.1906, Qupperneq 50

Freyja - 01.12.1906, Qupperneq 50
146 FREYJA IX. 5. Oft er þegar skyggir skaginn skip í nánd viö lagi tryggf, oft er dimmast undir daginn oft er ris á falli byggt. Svanir! hvellum söngum vekiö, syngiö foss á skriölaus hjól! syngið vöxt í þjóðar þrekið! það eru henni beztu jól. Meðan lýður ljóðum fagnar lífs er von, sé orku neytt, sjálfur guð ef gígjan þagnar, getur engar bjargir veitt. SlG. JÚL. JÓHANNESSÖN. Til kaupenda Freyju. '^JíVÆRU vinir mínir og Freyju! Innilega óska égyður öll- C um Gleðilegs og hagsœls nÝjárs! Gjarnan hefði ég viljað láta þessa kveöju ná til yðarfyrir jólin, en kringum- stœður hafa því hamlað, Mörgum yðar á ég nú að þakka vinsamlega og hlýja jólakveðju, sem og góð viðskifti á síðast liðnu ári, og gjöri ég það nú af heilurn hug. Ég .ætlaði að gleðja yður meö þessu Jólablaði um jólin og nýjárið, en gat ekki komið því í verk á fyrirœtluðum tíma. Ég verð því að biðja yður að taka viljann fyrir verkið —jólagjöf þessa, sem varð aö vera myndalausí þetta sinn, og hafði ég þó hugsað mér aðhafa í þessu númeri myndir af nokkrum konum, sem margur ber kensl á og fjölda Isl. eru að góðu kunnar. Úr því verður bætt við fyrsta tækifoeri. Annars er Freyja nú vel helmingi stœrri en vanalega og gjörði ég þáð af ásettu ráði að hafa ekki framhald af neinu, sem áður hefir verið í henni svo þetta Jóla og Nýárshefti 3rði alveg sjálfslcett. Viss um að þér metið þessa tilraun mína, til að gleðja yður, eins og hún á skilið — þó lítil sé gjöíin, árna ég yöur á ný, góðs og gleðiiegs Nýjárs. Yðar einlœg, M. J. Benedigtsson.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.