Freyja - 01.12.1909, Page 4
FREYJA
XII 5-
<58
reki. og svo hitt, aS þar voru tvœr heldri manna konur gest-
komnar, sem af sjálfsögöu drógu athygli prestsins og konu
hans eingöngu að sér, og létu mig óbeinlínis ftnna til þess, að
mér var ofaukið í þeirra félagsskap. Enda var mjöglítið tal-
að við mig fyrsta kvöldið. Prestkonan var sú eina, sem sá
hvernig mér leið. Húnstakk upp á því við mig um kvöldið,
að ég skyldi daginn eftir ganga mér til skemtunar um bæinn
svo mér leiddist síður, en koma þó heim í tæka tíö til mál-
tíða.
Ég sá að þetta var óskaráð. Og strax að afloknum
inorgunverði, daginn eftir, lagði ég af stað út í bœinn. Ég
gekk fyrst niður að sjónum, og hélt svo upp með lœknum, sem
rennur úr Dartmouth-vatninn í gégnumnorðurhluta bæjarins.
Ég vissi, að við þenna læk stóð gömul og frœg verksmiðja,
þar sem búin voru til skotfœri af ýmsum tegundum, og lang-
aði mig til að koma þangað. En áður en ég komst alla leið,
nam ég alt í einu staðar hjá litlu húsi, sem stóð á blá bakkan-
um sunnanmegin við lækinn.
Þetta hús var á að gizka 16 fet á lengd og 12 á breidd,
og var ílöguneinsog hús þau, er Ameríku-menn kalla,,shant-
es, ‘‘ og leit út fyrir að hafa einhverntíma verið skúr við hlið.
ina 4 öðru stœrra húsi. Það var hvítt á lit ognýmálað. Tveir
gluggar voru á því, sinn á hvorum stafni, og einar dyr, sem
vissu að götunni. Kringum það var nýleg rimagirðing. en hún
var svo lá, að hver meðalmaður hefði hæglega getað stígið
yfir hana. Og beggja vegna við húsið stóðu tvö afar há og
gildvaxin álmtré, eins og risar á verði, og teygðu langar og
laufprúðar limar út yfir, þakið á því, eins og til að hlífa því
fyrir regni, vindi —og sólarhita.
Að ég nam þarna alt í einu staðar, kom ekki til af því aö
mér þætti húsið svo eftirtektavert, eða rimagirðingin svo af-
káralega lá, eða hin laufprúðu álmtré svo óvanalega stórvax-
in, heldur var orsökin sú, að ég sá tvö börn (pilt og stúlku)
koma út úr húsinu, og heyrði að þan mæltu á íslenzka tungu.
Börnin voru á líku reki, á að gizka fimm eða sex ára gömul,
með glóbjart hár og rjóðar kinnar, eins og heilsugóð börn,sem
alast upp við sjóloft og sólskin- Þau gengu út að götunni og