Freyja - 01.12.1909, Blaðsíða 15
XII 5«
FREYJA
111
Rebekka frænka átti kjól eins og pjatlan þarna með hvítu hríslun -
um á svarta grunninum og var í honurn á sýningunni, þegar ég
tók fyrst verðlaun fyrir brauð,og kökugerð. þessa með hvítu hrísl-
unum gaf Sally mér um það leyti sem svörtu berin eru móðnuð.
Eg hafði veð að ritína ber og kom við hjá henni til að fá að drekka,
og þá var hön að sníða kjól úr þessu. Hör hætti Jana í miðju kafi
og hló eins og krakki, ,.//efi ég nokkurntíma sagt þér Lífsreynzlu
Sally frænku/“ sagði hún og tók nú að sauma saman hyrnurnar
sem hún hafði klipt,
Að hitta Jönu í þessu ástandi var ákjósanlegt, Eg neitaði
spurningu hennar og bað hana í öllum bænum að segja mér hana,
Jana þagði urn stund. Það var siður hennar þegar hún ætlaði
að segja sögu og þá fanst mér hún vera að tilbiðja minnisgyðjuna.
,,Síðan’eru Jfi ár. Kvrkjan okkar þurfti að fá nýtt þak, gólflð
var slitið og nokkrir gluggar brotnir, Piltarnir komu þakinu á
og gluggunum í, en kvenfélagið ,Mite,‘ ákvað að láta teppi á gólflð.
Við áttum þá §12. í sjóði og ég man enn umtalið sem varð út af
þessu, því sumar vildu láta peningana í heiðingjatrúboðssjóð, en
aðrar fyrir teppi á kyrkjugólflð. Sally gerði út um þetta eins og
annað. Þegar allir voru búnir að tala sig uppgefna urn þetta stóð
hún upp og sagði: ,Ef einhverjT heiðingjar heyra ekki náðarboð-
skapinn af því við kaupum gólfteppið, verða þeir samt hólpnir
því séra Page segir, að þó við sendum peningana og þeir heyri
náðarboðskapinn, sé ekki víst þeir iðrist og trúi, ogverðurþað þá
þeim til dómsáfellis. Svo mér finst nær að leggja peningana í gólf-
teppi en senda þá í slika óvissu. Eg hefl hvort setn «r aldrei séð
neitt gott stafa af að leggja voðann upp í hendurnar á þeim, sem
eru vissir að skaða sig á honum, eða sáluhjálparmeðal f hendurnar
á þeim, .sem áreiðanlega fara til hel...., fyrir þau.“
,,Svo það var samþvkt að kaupa dúkinn og nefnd kosin til að
gjöra það næsta mánudag, Þá sagði ’Lisabeth Taylor, gjaldkerinn
okkar, að enga nefnd þyrfti að kjósa, peningarnir væru farnir, hún
hefði geymt þá í efstu kommóðuskúffunni sinni og saknað þeirra í
morgun. Ilún skyldi borga þá hvenær sem hún gæti, — nú gæti
hún það eki. Hún hálf hreytti þessu út úr sér og var svo farin
af fundi löngu áðuren víð gátum áttað okkur. 0g hvað sem hver
kann að hafa hugsað, þögðu allar, þangað til prestskonan, sem var
ein af beztu konum, sem ég hefi kvnst, sagði:
,Dæmið ekki hart.“
(Framhald á bls. /129.)