Freyja - 01.12.1909, Síða 35
XII 5-
FREYJA
13*
sína, er henni þaS velkomið. En þegar ksnur leyfa sér aö
standa upp í húsi drottins og illmœia þjónum hans og kyrkju-
stólpum, eins og hún gjörir, óttast ég reiSi drottins, því segir
ekki Páll postuli: LátiS konur ySar þegja í söfnu5unum?‘‘
,,Þegar Petty nefndi Pál var sem eldi slægi í sinu. Sally
frísaSi eins og galsafenginn alihestur, teygði úr sér og sagSi:
,ÞaS er of langt síSan Pálisál. dó til þess hœgt sé aS hrœða
mig á honum. Ekki hefi ég heldur heyrt þessgetið að hann
hafi gjört Petty djákna aS eftirmanni sínum í þessari kyrkju-
sókn eða nokkurri annari. Sé Páll postuli óánægður með það
sem ég segi, getur hann sjálfur risið upp af gröf sinni, hvar sem
hún er, og sagt okkur það. Nú hefiég boðskap að flytja kari-
mönnunum í þessum söfnuöi frá guði sjálfum, og hannœtlaég
að flytja hvort sem nokkur Páll hefir veriS til eða ekki. Og
Silas Petty! ég hefi ekki gleymt laugardagskvöldinu, þegar
ég af hendingu kom til konunnar þinnar og sá hana vera að
þvo og þurka viö eldinn snjáö nærpils—þaö eina sem hún átti
til, svo hún gæti fariö hrein tii kyrkjunnar daginn eftir. Hún
haföi dregiö saman nokkur cent fyrir mjólkina og smjörið úr
henni Gránugömlu, sem hún ól sjálf upp á roðum og ruðum,
en af því hún gat ekki strax og haustaöi keypt fóður handa
henni, seldirðu kúna á laun við konuna þína og þess vegna
gat hún ekki keypt sér í vetrar nærföt. Ó, ég.gæti gefið heil
mikið af llfsreynzlu fyrir Maríu þína, ’Lizabeth, sjálfa mig og
margar fleiri konur, sem eru krossfestar milli Páls postula ög
mannanna þeirra, þar til alt sjálfstraust og sjálfsvirðing, sem
drottinn gaf þeim í fyrstu er nýdd úr þeim. Og hafi postulinn
Páll nokkuð nýttaðsegja um konur, sem hafaþrœlaö í 25 ár,
en verða samt að vaka á laugardagskvöldin viö að þvo og
þurka af sér tuskurnar svo þær komist til kyrkju, þœtti mér
gaman að heyra það. Einusinni var sú tíð, að Páll sagðist ekki
vita hvort hann væri innblásinn eða ekki. Og ég er viss um
að hann var ekki fremur innblásinn þá hann skrifaði þetta uin
konurnar, en þú ert, Silas Petty, þegar þú ert að segja henni
Maríu þinni að þegja. “
,,Nú stóð Job upp, þurkaði sér um munninn, mjakaðist
inn eftir kyrkjugólfinu, en Sally var ekki á því að sleppa hon-