Freyja - 01.12.1909, Síða 36
FREYJA
XII 5
132
öm að. .Fað gengur ekkert að þér. job Taylor, sagði hún,
,Seztu bara niður. Ég hefi nógu lengi hlustað á andlausu
margmœlgina þína. Nú er minntímiað tala, þinn aö hlusta. “
Jobsettist niður, auömjúkur eins og lamb. en Salli snerr
sér að honum og sagði: ,,Þú ert náttúrlega hrœddur um að ég
muni telja upp strákapör þín, og ef nokkuð hindraði mig frá
að gjöra það, vœri það helzt það, að þau eru svo mörg að ég
vissi ekki á hverjum endanum ætti að byrja. Sérhver kona í
þessum söfnuði vissi hvernig hún Marta þín þrœlaði, nurlaði
og gekk alls góðs á mis til að eignast nýja húsmuni í stofuna
ykkar, og þú fórst með þessa peninga til Cineinnati til að kaupa
þá, en komst aftur peningalaus og húsmunalaus. Og þegar
hún spurði þig um peningana, sagðirðu að hana varðáði ekkert
um það. Þú ættir hana og alt sem henni tilheyrði — jafnvel
tuskurnar á kroppnum á henni. tdúsmunirnir hennar móður
þinnar væru full góðir handa henni. Konur devja daglega af
rnarg*ítrekuðum vonbrigðum, þó lœknarnir kálli banamein
þeirra háfleygum, ónefnanlegúm nöfnum. Ég hefi séð margt
um dagana og nóttina áður en Marta dó, sagði hún: Ég dcei
mikið rólegri, Sally Ann, ef égvissi nýja húsmuni í stofunni,
þar sem égá bráðum að vera liðið lík. Nú benti Sally á Jobog
hélt áfram: ,,Ég sagði þá og segi enn, að þú hafir myrt hana
eins áreiðanlega, eins og þó þú hefðir kyrkt hana í greip
þinni. “
,, A bak við mig heyrðist lágt en alvarlegt: Amen, amen\
Það kom frá Maríu Embroy, tengdasystur Jobs, sem sat og
þagði eins og lúbarinn seppi, en Sally hélt áfram og sagði:
,,Ég veit að lögin helga ykkur vinnu.líf og eignir konanna
ýkkar og tuskurnar sem þær eru í. Ég hefi æfinlega sagt að
Kentucky-lögin , hvetji mennina til að beita sinni verstu hlið
gagnvart konunum þeirra, en guð veit að það er þó óþarfi,
því þeir eru nógu vondir án þess. Það eru til menn, sem fela
sig bak við Pál postula, þegar þeir eru að koma í kring ein-
hverju óþokkastriki gagnvart konunum sínum, og aðrir sem
hlaupa til laganna, og þú ert einn af þeim. En taktu nú eftir,
Job! Sá tími kemur einhverntíma, að þú og þið, sem hafið
stolið eignum konannaykkar og svikið þær á allan upphugsan-