Freyja - 01.01.1910, Blaðsíða 18

Freyja - 01.01.1910, Blaðsíða 18
»54 FREYJA XII 6 hlutdrægni stjórnarínnar. Nokkru seinna var lafðí Lytton aftur sett inn fvrir smábrot, en þá var hnn dulklædd og gekk undir oðru nafni. Varð hún þá að sæta sömu hegningu og versta glæpa fólk. En loks komst stjórniu að hver hún væri og var henni þá samstundis slept. Þóttist stjórnin nú illa leikin, en Lady Lytton hefir eigin reynzlu af meðferð stjórnarinnar á kvenfrelsiskonum og bar hana líka óspart út. ------o------ KARLMENN TAKA UPP MERKIÐ. Um þvert og endilangt England eru kvenfrelsiskonur nú á ferðinni og mótmæla á öllum fundum ,,Taxation without, Repre- sentation ‘ hvar sem þær komast að, þar sem þær komast ekki að, gera menn það í þeirra stað. I Queens Hall spurðu nokkrir menn Lloyd George nokkurra spurninga viðvíkjandi þessu og var þeim óðar kastað út, — menn, vel að merkja, menn sem höfðu atkvæð isrétt! Þegar menn þó karlmenn séu biðja uin eitthvað sem stjórn- in vill ekki veita, þá fá þeir sömu útreiðina og kverifólk, Stjórnin og þeir sein stjórnað er, eru vinir einungis svo lengi sem þeir sení stjórnað er geri sig ánægða með gjörðir stjórnarinnar. Svo hefir það verið og svo mun það verða, annars væru ekki til fiokkar að berjast um völdin í heiminum ár ef'tir ár og öld eftiröld. Eða hví voru ekki allir inenn ánægðir meðan engin kona kunni að lesa, en allar gerðu sig ánægðar með að ,,gera graut og geta börn?“ Þá var stríðið ekki milli þeirra og karlmanna, né heldur er það nú, konan eins og maðurinn þarf að sækja rétt sinn í hendur stjórnanna. Við þær er baráttan á aðra hlið, siðvenjuna og heimsk- una á hina, sama og menn hafa átt við að stríða á öllum öldum, ávinningurinn rennur jaint til beggja kynanna, gegnum rétthærri hugsandi mæður, til fullkomnari og betur uppalinna barna, fólks framtfðarinnar. Ileyrst hefir að kveniéttindakonur á Englandi hafi lagt niður með öllu liina herskáu réttindabaráttu sína. IOn engan veginn má skilja það svo að þær séu að hætta við málefni sitt, því fáir menn hafa í þessari siðustu kosningahríð á Englandi náð sæti án þess að verða að segja hispurslaust hvort þeir væru með eða móti jafnrétti kvenna. Og þar sem konur haf.i ekki komist að til að krefja þá svars um þetta atriði, hafa karimenn gert það fyrir þær.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.