Freyja - 01.01.1910, Blaðsíða 23

Freyja - 01.01.1910, Blaðsíða 23
XIT 6 FREYJA *59 En hverníg sem þessi tilraun kann aö fara, veröur haldiö i áttina. Og til sigurs er samvinna ekki einungis œskileg, heldur það eina sem getur gefið málefni voru sigur. Flest kjördœmin í Manitoba eru enn óunnjn og sam- vinnukraftar því mjög takmarkaðir. Þeir sem unna þessu málefni,—og þeim fjölgar daglega — verða að gera sér grein fyrir því, að á meðan málefnið er ekki komið á dagskrá flokka þeirra sem berjast um völdin, verða þeir að vinna að því að koma því inn í hvert einasta kjördœmi og vekja velvild og áhuga félaga og einstaklinga fyrir því, og sameina utanum það menn og konur hvaða félögum eða flokkum sem þau ann- ars tilheyra. Hér œttu allir að geta staðið á sama grundvelli, unnið að því einungis af því það er réttlátt og gott fyrir kom- andi kynslóðir. ÖNNUR BÆNARSKRÁ— Kvenréttindafélagið í Argyle er einnig að safna nöfnum undir bænarskrá í sínu kjör- dæmi Og eftir því sem vér höfum frétt, þegar þetta er ritað, hefir því gengið vel. SEINKOMIN FREGN.— Þcer Mrs. Halldóra Ölson, Ijósmóðir í Duluth og Mrs. Anna K. Magnússon, Blaine, hafa báðar ve.rið gerðar að heiðursmeðlimum ,,Fyrsta ísl. kvfr.kv. fél. í Ameríku1' fyrir sérstaka starfsemi þeirra og dugnað í kvenfrelsis þarfir, hvor á sínum stað. ,,JÓN AUSTFIRÐINGUR. “ — FTeyju hefir verið sent ritið ,,Jón austfirðingur" til umgetningar, kunnum vér höf. þökk fyrir. Þess verður síðar getið. Einnig verður áframhald um „Andvökur" St. G. Stefánssonar. Vegna fjarveru ritst. getur það ekki orðið í þessu tölublaði.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.