Freyja - 01.01.1910, Blaðsíða 22

Freyja - 01.01.1910, Blaðsíða 22
FREYjA 15« ‘XII 9 hvers höndum stjórnarfarið eingöngu er, því gegnum stjórn- mál vinst þetta mál — þegar það vinst. FRÁ GíMLI: — ,,Sigurvonin“, kvenréttindafélagið á Gimli vinnur nú vel og kappsamlega að því að safna nöfnum undir samskonar bænarskrá í kjördœmi sínu til að leggja fyrir næsta þing Manitoba. Verður það fyrsta bænarskrá af því tagi sem lögS er fyrir það þing. Og vönum vér að hún fái góðar viðtökur. ,,Sigurvonin“ hefir sýnt sérstakan dugnað og framtakssemi í því efni svo ungt sem það félag er, og á þakk- læti og heillaóskir skilið fyrir það frá öllum veiunnurum þess máls. WOMANS COUNSIL í WiNNIPEG.— í Free Press, 7. feb. er greinarstúfur, sem getur þess að ofannefnt félag hafi á fundi sínum 5.3. m. ákveðið aö vinna að þessu máli, og var nefnd sett til að fjalla um það og finna þingmenn fylk- isins og fá þá til að bæta þau lög, sem sérstaklega snerta konur, viðvíkjandi atkvæðisrétti, landtokurétti o, fl. Svo virðist sem Freyja sé nú ekki lengur alein á þeirri skoðun að slík lög hafi verið og séu vilhöll og ranglát. NEFNDIN.—- Nefnd frá ,,Sigurvon“ Gimli Suffrage Association var send til að vera á fundi ,,Fyrsta ísl.kv.fr.fél. í Ameríku' ‘, í Winnipeg, og fá það til að safna nöfnum undir bœnarskrá í Winnipeg fyrir atkvæðisrétt kvenna. í nefndinni voru Mrs. J. Christie, Mrs. Knútsson og Miss S. Stefánsson. En þar eð þingið átti að koma saman 10. s. m , sá Winnip. félagið litla vegi til að safna slíkri nafnaskrá svo vel voeri, hét samt að gera sitt bezta. Þcer Gimli konur fluttu vel mál sitt, enda hefði það verið auðsótt, hefði tími verið lengri, þar sem markmið beggja félaganna er hið saina: að berjast fyrir jafn- rétti kvenna

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.