Freyja - 01.05.1910, Side 6

Freyja - 01.05.1910, Side 6
246 FREYJA XII 9. Hvernig ég vandi manninn minn. Þýtt af J. S. Svo þig langar til að vita hvers vegna ég giftist Caleb, sem var svo vondur við Nancy sál. fyrri konuna sína. Eg skal nú segja þér það, Hanna. Eins og þú vissir var ég nœrri allslaus þegar fyrri maðurinn minn dó, með tvö börn á höndunum. Hálft annað ár fór með það sem ég dró út á landið okkar og ég stöð uppiráðalaus Ég sendi börnin til Jóns bróður míns svoþau gætugengið á skóla. Jón vildi að ég gœfi sér börnin og kvaðst skyldi reyn- ast þeim vel. En mér fanst hart að gefa þau þó ég soei fá ráð til að hafa þau. Ut at þessu leið mér illa, eins og þú getur nœrri.§ Það drólíka að því að ég misti landið alveg ogvoru þá öll mín bjarg-ráð þrotin. Nokkrum viknm áður en þessisíð- asta þruma dyndi yfir mig, var ég úti í garði að moka upp að blómabeði,rétt við girðinguna sem aðskildi lönd okkar Cal- ebs. Égvaríþungu skapi og mokaði mér til afþreyingar. Alla æfi hafði églifað úti á landi og landbúnaður var það eina sem ég kunni. Ég sá því engin íáð til að vinna fyrir mér ogbörn- unum á nokkurn annan hátt. ,,Mérþykirþú moka rösklega,'* var sagt handan yfir girðinguna. Ég leit upp og sá að það var Caleb sem talaði. ,,Ó já, þetta átti nú að vera búið, ég hefi ekki svo sjald- an þurft að gjöra það síðan ég varð einstæðingur. Neyðin kennir naktri konu að spinna, var eitt af máltœkjunum, sem við vorum látin skrifa í skrifbœkurnar okkar, “ sagði ég og stundi ósjálfrátt við. „Þaðvirðast nokkuð líkar kringumstœður okkar, “ sagði Caleb alvarlega. „Þigvantar mann til að moka upp að blóm- abeðunum þínum og gjöra önnur útiverk, og mig vantar konu til að annast húsverkin. Ég er orðinn sárleiður á þessum ráðs- konum, sem aldrei tolla, og mér finst nú að við gœtum slegið saman og unnið saman. Engin af þessum ráðskonum hefir jafnast á við Nancy mína sálugu. “ Hér þagnaði hann og horfði í gaupnir sér og mér fanst

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.