Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 1

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 1
EIR MÁNAÐARRIT HANDA ALÞÝÐU UM HEILBRIGÐISMÁL I. árg. | Júlí. ....... ( ’ 1899. Um bólusótt og' bólusetning. Bólusetningin er orðin það gömul, að menn eru hættir að meta hana svo mikils sem liún á skilið. Það er farið að gleymast, að bólusóttin er óttalegri, en allar aðrar landfar- sóttir, ef hún fær að ráða sér — ef ekki er bólusett. Árið 1707 er mælt að bólan hafi drepið 18000 manna hér á landi af 50000. Siðast kom hún hingað 1839, fór um suðurland, en ekki víðar, og var væg, enda vóru þá bólusetningar farnar að tíðkast, þó að í ólagi færi. Árið 1871 komu hingað til Reykjavíkur nokkrir franskir menn bóiusjúkir, en engir inn- lendir menn fengu sóttina af þeim. fað vita menn, að bólusótt gekk í Kína og Indlandi þús- und árum fyrir Krists burð, en ekki hafa menn sögur af þvi, að hún hafl komið hér í álfu fyr en á ofanverðri sjöttu öld eftir Krist. Síðan hefir hún setið kyr og verið allra meina verst, alt fram á þessa öld. Norðurálfubúar fluttu sóttina með sér til Yesturheims og drap hún hrönnum saman þá sem þar bjuggu fyrir. Danskt skip ílutti sóttina til Grænlands árið 1734; þar bjuggu þá um 6000 manns, en 4000, eða þar um bil, dóu úr bólunni. Aiis hefir bóian gengið 19 sinn- um hér á landi síðan 1306. Á 18. öldinni var bólan svo algeng í Norðurálfunni, að svo að segja hver einasti maður fékk sóttina, áður en hann náði fertugs aldri. Flestir fengu hana þegar í bernsku og olli hún því afarmikluin barnadauða. Nú er sagt um efnilegt barn, að það muni verða að manni, ef það fái að lifa, en þá sögðu menn hér álandi: „Ilann verður

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.