Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 11

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 11
107 2 kompur í spítalanum í Reykjavík, eins og hann nú er og hefir verið. Húsnæði, sem er af svo skornum skamti, að þar rúmast ekki annað en kennarar og lærisveinar, og naum- lega þó. Það eru neyðarúrræðí að geyma þar bækur; það er ómögulegt að koma þar upp safni né vísi til safns fyrir þrengsla sakir. Porst.öðumaður skólans er látinn gegna öðru áríðandi embætti. Hinn eini kennari, sem ekki hefir öðrum embættum að gegna, hefir lægri laun, en sá prestaskólakennari, sem næst gengur forstöðumanni, og hinn margfyrirhugaði 2. kennari við lagaskólann. Og samt liggur við að þetta séu alt smámunir — ein- kennilegir smámunir — hjá spítalafyrirkomulagihli. Þar kastar tólfunum. Það kemur öllum, sem til þekkja, saman um það, að kensla i læknisfræði geti ekki orðið nándar nærri að fullum notum, ef sjúklinga vantar við kensluna. Nemendurnir þurfa að sjá það, sem þeir lesa um. Reir verða að fá tækifæri til þess að athuga gang sjúkdómanna og einkenni, og hvernig þær lækningartilraunir gefast, sem eru gerðar. Þeir þurfa að sjá og skilja, hvers vegna það á ekki við í eitt skifti, sem annars dugir vel. Slíkt lærist ekki vel af bókum. í þeim er ekki mögulegt að taka fram nema hið algenga. far er ekki mögulegt að gera ráð fyrir alls konar tilbreytingum og atvik- um, sem geta komið fyrir, og þótt reynt sé að gera það munnlega, nær það ekki festu, þegar reynsluna vantar, og endurminningin getur ekki bundið sig við neitt, sem nemand- inn hefir séð. Nú má svo heita að læknaskólinn njóti ekki góðs aí neinum spít-ala. Þessi sár-fátæklegi spitali, sem til er í Reykja- vík, er ekki stofnaður vegna læknaskólans, og ekki styrktur vegna hans, nema að því ieyti sem hann fær nokkurt endur- gjald fyrir húsnæðislán handa iæknaskólanum. Að þessu sé þannig varið, má ráða af því, að hinir aðrir spítalar, sem komið hefir verið upp hér á landi, njóta styrks af almannafé, ýmist í upphafi eða árlega eða hvorttveggja. Spítaii þessi er alt of lítill til þess, að hann ními þann

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.