Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 6

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 6
102 hafa haft hana, einkum þá er langt er um liðið, en létt legst hún á þá. Það kemur og einstaka sinnum fyrii-, að menn taka bólusótt, þótt þeim hafi výlcga verið sett bóla, en þá er sóttin mjög væg. Meinið er, að sóttvörnin, sú er af kúabólusetningunni hlýtst, heldst ekki að jafnaði lengur en 10 ár, og stundum skemur. Ef alt ætti að vera sem öruggast, þá bæri að bólu- setja hvern mann 10. hvert ár. Þessu hefir hvergi verið fram- fylgt, en víða er nú skipuð með lögum ein endurbólusetning, og þar við látið sitja, að því við bættu (í öðrum löndum), að allir karlmenn eru bólusettir, þá er þeir ganga í herþjónustu (á tvítugsaldri). Að lokum skal minnast á bólusetningalögin, þau er sam- þykt voru á siðasta þingi. Þau eru svo til komin, að læknafundurinn 1896 skoraði á stjórnina, að koma bólusetningunni í betra lag, en áður hafði við gengist. Hófst þá stjórnin handa, tók til og snaraði á íslenzku bóiusetningalögum Dana, og lagði fyrir þing- ið; en þessi dönsku lög eru nær 30 ára að aldri og úrelt og ónóg í mörgum greinum. Inn i þetta frumvarp stjórnarinnar bætti þingið einu ákvæði í þarflega átt — um endurbólusetn- ingu — og fáeinum lokleysum; svo varð það að lögum og heita þau Lög um bólusetningar, og öðluðust gildi 1. Jan. 1899. Samkvæmt 1. gr. í þessum lögum skal bólusetja öll börn, áður en þau eru fullra sjö ára, en endurbólusetning skal fram fara á aldrinum 20—25 ára. Bæði þessi megin-ákvæði laganna eru athugaverð. Búast má við því, að sá siðnr komist á, að börn verði ekki alment bólusett fyr en þau eru komin á 6. eða 7. ár, úr því að lögin heimila þennan drátt, en það hefir þá illu af- leiðingu, ef bólusótt berst á land, að þá hittir hún fyrir megin- þorra allra ungbarna óbólusettan, einmitt þann hluta þjóðarinn- ar, sem erfiðast er að safna saman í skyndi til bólusetningar, ef hættu ber að höndum. Endurbólusetniugin á þessum aldri, 20—25 ára, hlýtur að fara í ólagi, þar sem engar ráðstafanir eru gerðar til þess, að

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.