Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 13

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 13
109 gerð læknaskólans er gert ráð fyrir, að kennararnir taki noni- endur með sér, or þeir vitja sjúklinga í bænum, en það gofur að skilja, að þessir sjúklingar eru alls ekki skyldir til að gefa nemendum kost á þessu, enda oft ófúsir á það; húeakynnum þeirra er og oft svo varið, að erfitt er að koma því við. Það er þvi bersýnilegt, og ekkert launungarmál, að nom- endurnir hljóta að fá ónóga verklega fræðslu á læknaskól- anum. Sé svo, að mönnum þyki það æskilegt, að landið só skipað viðunandi mörgum læknum, og trúi því, að það boigi sig, þá get ég ekki imyndað mér, að mönnum skiljist ekki líka, að' læknarnir borgi sig þeim mun betur, sem þeir hafa notið betri fræðslu og eru betur búnir undir starfa sinn. Hvað á þá að gera til þess að bæta undirbúningsfræðslu þeirra ? Pað sem liggur næst, sem brýnasta þörf krefur, og ekki má fiesta lengur, er að koma á fót landsspítala. Síðasta al- þingi sté hið fyrsta spor i þessa átt, með því að veita fé til þess að útvega áætlun um kostnað og fyrirkomulag spítala, sem rúmaði 40—50 sjúklinga. Pessi stærð er hæflleg, en nú þarf þingið að halda áfram. Pað verður að útvega fé til að byggja þennan spítala og svo mikið fjárframlag árlega, að hér um bil 20 sjúklingar geti fengið þar ókeypis vist. Með þessu móti — þessu eina móti — er mögulegt að veita nemendum læknaskólans nokkurn veginn viðunanlega verk- lega fræðslu, því það eru engin iíkindi til, að svona spitali verði ekki sóttur. Á þennan hátt geta nemendur skóians fengið að sjá svo marga sjúklinga með margvíslegum sjúk- dómum, að það yrði þeim að verulegum notum. Á þennan hátt má ieggja gruudvöll til safna, sem koma að notum við kensluna og vaxa smám saman. Nemendurnir verða auðvitað ekki vísindamenn við þennan skóla, en hve margir háskóla- menn verða það? Ég get enga aðra leið séð til verulegra endurbóta. Ég get ekki verið á þeirri skoðun, að sama gagn geti orðið að því, að auka styrk þann, sem læknaskólakandídötum er veittur

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.