Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 14

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 14
110 til utanferðar. Bóklega og verklega námið verða að fara saman, ef vel er. Það er auðvitað ýmislegt fleira, sem þarf skólanum til endurbótar, t. d. betra húsnæði o. s. frv., en það eru alt smámunir í samanburði við spítalann. Spítalinn er svo ómiss- andi fyrir læknaskólann, að annar tilkostnaður kemur ekki að hálfum notum án hans. Hann er svo mikils virði fyrir skól- ann, að ég hika mér ekki við að segja, að það sé óhæfilegt að kvelja hann svona áfrarn án spítaia, eða með þessari spít- alanefnu. Annaðhvort á að gera: koma á fót stærri og betri spítala, en nú er, eða að leggja skólann niður; en það sannast, það eru neyðarúrræði. G. M. -----c=0=------ Eðlilegt líf. Eðlilegur dauðdagi. — Blítt andlát. (Lauslega þýtt upphaf á bók eftir Dr. B. W. Kicliardson. Bókin lieitir: Diseasos of Modern Life). (Niðurl.). Það er mér í minni, að ég hefi mér til mikils fagnaðar séð tíu manneskjur fá allsendis eðlilegan dauðdaga og blitt and- lát, á þann hátt, er fyr var groint. Svo fer um þá, er þenna dauðdaga hljóta, að sálargáfur þeirra smá deprast, án þess að því fylgi angur, sorg eða söknuður. Metnaðargirndirnar hverfa eða hjaðna niður í rósama hvildarþrá. Þeir hætta að hugsa um skyldur sinar og gleyma stöðum og stundum. ?á sækir svefn, draumlaus svefn, æ meir og meh', þar til er þeir liggja í dvala mestallan daginn. Vökustundirnar gtyttast óðum, og allar þær stundir, er þeir vaka, hlusta þeir í glöðu skapi og þjáningarlausir á óm lífsins, hlátur barnanna og vinaraddir vandamannanna, eða þá, að þeir skrafa um heimilishagina eða rifja upp gamlar eudurminningar — þar til er hinn alvaldi svefn sigrar þá á ný. Þessu fer fram, þar til er sálargáfurnar eru svo að þrotum komnar, að menn líkjast ómálga börnum.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.