Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 3

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 3
99 í litlum bæ á Englandi gerðist í kyrþey 14. dag Maím. 1796 sá atbnrður í sögu mannkynsins, að fáir eða engir hafa merkari orðið á síðari öldum, ef litið or á afleiðingarnar. Það var þá, að læknirinn Edward Jenner tók bóluefni úr mjalta- stúlku og setti í dreng, 8 vetra gamlan, en stúlkan hafði fengið bólur sínar ekki af mönnum, heldur af kú, er hún hafði mjaltað. Hálfum mánuði síðar, 1. dag Júním., tók Jenner bóluvessa úr bólusjúkum manni og setti í sama drenginn og varð brátt þess vísari, að vessinn hreif ekki á hann; bólan beit ekki á drenginn. Tveim árum síðar ritaði Jenner bækling um þessar Mabólusetningar sínar. Á fám árum barst orðstír hans um alla Norðurálfuna og alstaðar var kúabólusetningin tekin upp og henni fagnað frekara en frá verði skýrt. Bólan var unnin! Hugsum oss að einhver fyndi ráð til þess að verja menn berklasótt — hvílikur fögnuður þá mundi óma um allan heim, en ekki mundi hann meiri, en fögnuður þeirra manna, sem uppi voru um síðustu aldamót og sáu bólusóttina brotna á bak aftur. Jenner hugði að bólan mundi deyja út. Hún hefir ekki gert það: hún lifir enn, þótt víðast sé við veikan mátt. En það er ekki Jenner að kenna, heldur heimsku og þráa mannanna, þessum tveimur torfærum á vegi alls þess, sem nýtt er og satt og gott. Heil öld er horíin og enn er ekki kúabólusetningin komin í fult gengi neinstaðar í heiminum, nema ef vera skyldi í einu einasta landi (í’jóðverjalandi). Allir vita að bóla eða bólusótt (1.: variola, d.: kopper, e.: small-pox) er næmur sjúkdómur. Enginn efi getur á þvi leikið, að orsök bólunnar, bólu- sóttkveikjan, er ofurlítil urt af gerla kyni eða náskyld því, en ekki hefii- enn tekist að finna hana með fuilri vissu í bóluvess- anum, og ekki vita menn, hvar hún fer inn i líkamann, þá er menn taka bólusótt, en tahð er yíst, að hún fari ekki fyrst inn í húðina. Þessi sama sóttkveikja getur einnig sezt að í lcúm, en gerir þeim miklu minna mein, en mönnum; verða kýrnar lítt

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.