Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 12

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 12
108 sjúklingafiölda, sem nægilegur sé við kenslu á iæknaskólanum, og hann er meira að segja of lítill fyrir aðsókn aðkomandi sjúklinga. Á vorin og sumrin, þegar skipaferðir eru tíðar, komast færri á hann en vilja, af því að þá leita svo margir sjúklingar til Reykjavíkur, eða svo hefir það verið siðustu árin. Á vetrum, þegar hvað mest er þörf á sjúkiingum skól- ans vegna, stendur spítalinn oftast hálftómur, því að fæstir þeirra, sem leggjast á spítalann, eru úr Reykjavík. Af þeim 76 sjúklingum, sem lágu á spítalanum í fyrra, vóru að eins 20 úr Reykjavík. Pá mánuði, sem liðnir eru af þessu ári, hafa ekki legið þar nema 6 Reykvíkingar, en 29 aðkomumenn, enda sækja hingað sjúklingar hvervetna af Suður- og Vesturlandi, og auk þess stijálingur úr hinum öðrum iandsfjórðungum. Petta er eðlilegt. Fátækiingarnir, sem hafa illan aðbúnað heima, geta ekki lagst á spítalann, vegna fátæktar sinnar, því að vistin þar er engan veginn ódýr, og alls engin vist ókeypis. Hinir, sem efnaðri eru, og hafa góðan aðbúnað heima, viija ekki liggja á spítalanum, því að þeir geta ekki búist við betri aðbúnaði á spítalanum, vegna fátæktar hans, en í heimahús- um. Þetta mundi breytast, ef hér væri betri og ódýrari spítali. Öðru máli er að gegna með aðkomusjúklinga. Þeim er flestum nauðugur einn kostur, hvort. sem þeim er það leitt eða ijúft, að leggjast á spítalann, því að fæstir þeirra geta fengið samastað í bænum. Það er góð bending í þá átt, að ekki sé hætt við, að stærri spitali og betri en nú er hér, mundi standa auður, að svo margir koma að hingað, þegar ferðir falla. Þær tilraunir, sem gerðar liafa venð að öðru leyti til þess að bæta úr þessum sjúkiingaskorti við kensluna, eru allsend- is ónógar. Tveir af kennurum skólans hafa fyrirfarandi ár gegnt lækningum ókeypis tvisvar i viku, meðan kent er í skólan- um. Þessi frí-lækning hefir verið töluvert sótt, en það gefur að skilja, að þeir einir geta notið hennar, sem fylgja fötum. fað eru því einkum smávegis kvillar, sem nemendum gefst færi á að sjá á þennan hátt, og getur þvi auðvitað alls ekki komið í stað spítala, en er gott jafnframt honum. í reglu-

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.