Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 2

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 2
98 einhvern tíma að manni, ef bölan tekur liann ekki'. Venju- loga dó flmta hver manneskja af þeim, sem sóttina tóku, stundum miklu flehi að tiltölu. Er því ofur auðskilið, hvílík ógh mönnum stóð af þessum sjúkdómi. Enda kvað svo ramt að því, að margir ungir menn sæidust eftir bólunni, fóru í föt bólusjúklinga, eða sváfu hjá þeim, til þess að fá af þeim sóttina, og vörpuðu þannig hlutkesti um líf sitt — ekki að gamni sínu, heldur af því að þeim þótti ekki ómaksins vert, að leggja út í lífið og eiga banvæna bóluna sífeit yfir höfði sór, kusu heldur að láta strags skríða til skara millum sín og bólunnar. Löngu fyrir Krists burð var Indverjum kunnugt, að færa má með nál bóluvessa úr bólusjúkum manni inn í hörund heilbrigðs manns, og fær hann þá bólusótt, þá er oftast er vægari, en ella gerist, Pessa aðferð köllum vér mannábblusetn- ing (variolation) og tíðkaðist hún um langan aldur á Indlandi. Prestar þeirra Indverja (Braminar) höfðu þessa bólusetningu á hendi; þeir geymdu bóluefnið á þann hátt, að þeir vættu linþræði í bóluvessa þeirra manna, sem þeir höfðu bólusett, þurkuðu þræðina og bleyttu þá upp aftur að ári, þá er bólu- setja skyldi að nýju; þannig héldu þeir bóluefninu við ár eftir ár, enda vöruðust þeir að taka bóluvessa úr mönnum, er fengið höfðu bóluna sjálfkrafa. Á 18. öldinni barst þessi aðferð hing- að vestur til álfunnar og var talsvert tíðkuð, einkum á Eng- landi. Sá ókostur fylgdi mannabólusetningunni, að margir af þeim, sem bólusettir vóru, fengu afisvæsna bólusótt og nokkrir biðu bana af; þá var það annað ekki betra, að þessi setta bóla var næm, eins og vanaleg bólusótt, og þá er hún barst á heilbrigt fólk af hinum bólusettu, kom hún aftur fram í almætti sinu, engu vægari, en áður hafði gerst. Er það álit manna, að þessar mannabólusetningar hafi orðið til þess, að greiða bólusóttinni götu og auka útbreiðslu hennar á 18. öld- inni.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.