Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 7

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 7
103 bólusetjari fái a? vita, hverjir á þessum aldri eiga að mæta til bólusetningar i umdæmi hans ár hvert. Miklu betur hefði far- ið á því, að skipa frumbólusetning á hverju barni á þvi ári, er fer næst á eftir fæðingarári barnsins. Pá mundu öll börn vera bólusett, áður þau yrðu fullra 2. ára. Endurbólusetningin ætti að fara fram á fermingarárinu o: á því ári, er unglingurinn verð- ur fullra fjórtán ára, Jafnframt þessu ætti að gera prestum að skyldu að láta lögreglustjórum í té ár hvert skrá yflr börn, er fæðst hafa á umliðna árinu, og unglinga, er ferma ber á yfirstandandi ári. Þessa skrá ætti lögreglustjóri að senda hlut- aðeigandi bólusetjara, og fá hana endursenda að aflokinni bólu- setningunni með áteiknun bólusetjara um það, hverjir komið hafl; veit þá bæði bólusetjari og lögreglustjóri, hverjir vanrækt hafa bólusetninguna, en það er þeim ekki auðgefið að vita eftir núgildandi lögum. í 2. staflið í 1. gr. laganna eru tvær lokleysur og á þing- ið þær báðar. Samkvæmt þessum stallið ber á þessu ári (1899) að bólusetja öll ófermd og óbólusett börn, eins þau sem hanga á naflastrengnum eða liggja i laugatroginu þá er bólusetningin fer fram! Ég fyrir mitt leyti lýsi yfir þvi, að ég ætla ekki að hlýða þessu ákvæði og hefi ráðið aðstoðarbólusetjurum í héraði mínu, að hirða ekki um það. Kýs ég heldur að sæta sektum, en að ég vilji stofna lífi nýfæddra barna í háska til þess að fullnægja lögunum. Hin er önnur lokleysan, að skipa á þessu ári endurbólusetning á öllwm á aldrinum 20 til 25 ára, eins þeim, er bólusettir vóru í fyrra, eða á síðustu árum. Um sumarið 1898 bólusetti ég nokkur hundruð manns hér í bæ á aldrinum 20—25 ára. Alla þessa ber eftir lögun- um að bólusetja aftur nú í sumar, þó að bólan auðvitað komi ekki út á þeiin! Ég hef sagt öllum, sem að hafa spurt, að þeir þurfi ekki að koma nú, sem bólusettir voru í fyrra og bólan kom út á. Pykir mér ekki ólíklegt, að fleiri læknar, en ég, verði sekir um lagabrot á þessu ári. Ég er sjálfur bólusetjari í Reykjavík. Nú vanræki ég skyldu mina—bóluset ekki. Þá á ég sjálfur—samkv. 3. gr. laganna—að skora á bæjarstjórnina að grenslast eftir, hvort

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.