Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 15

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 15
111 Þetta er hinn eðlilogi dauðdagi, og það er trú inín, að þeir muni koma tímarnir, að enginn deyi í æsku og enginn á gamals aldri fyrr en hann er saddur lífdaganna. Þá mun dauðinn ekki koma eins ogþjófur á nóttu; enginn mun óttast liann og ekkert verða dauðastrið. Þá verður dauðinn eðlilegur endi á eðlilegu lífi. Ef blítt andlát gerist alment og enginn ótti fylgir dauð- anum, þá mun engin sorg sækja að þeim, er eftir lifa. Fyrir- mæli náttúrunnar hræra huga vorn, hvort heldur þau eru haldin eða brotin. Það vekur jafnan undrun eða sorg, ef svip- lega ber út af því, sem náttúran hefir til ætlað. Forngrikkir vóru allra manna glaðlyndastir. Þeim þótti skömm að þung- um sorgum; þeir töldu þunglyndið vitskerðing, og þó varð þeim svo mikið um, ef barn dó eða unglingur, að þeir báru líkamann á bálið fyrir sólar upprás, til þess að ljós dagsins gæti ekki að lita slika sorgarsjón. Oss er annan veg farið. Vér gerum oss dátt við þunglyndið, en köstum því ekki; dapra draumóra teljum vér háleita og ætlum þá enda guðhræðslu merki. Vér látum oft sorgina sitja eina að völdum í huga vorum. Afrek dauðans skapa oss alls konar þjáningar. Oss er sorgin sár, ef barn deyr eða unglingur. Ef maður deyr á bezta aldri, í fullum þroska, þá blandast sorgin eigingjörnum söknuði, af því að sá er horfinn, er að liði mátti verða og margt gott vinna. Ef gamall maður deyr, sá er gengið hefir í barndóm og mist að fullu minnið, þá' rennum vér að vísu viðkvæmum hug til þess, sem horfið er, og rifjum upp fyrir oss um stundar sakir ýmsa þá atburði, er slá sorg á minning- una, en skjótt látum vér þó huggast, er vér hugsum til þess, að lifsskeið hins látna var eðlilega á enda og lífsmissirinn hin bezta og dýrasta gjöf, er honum gat hlotnast. Aldrei munu allir geta hlotið eðlilegan dauðdaga. Nátt- úran vinnur að vísu jafnan að alls herjar gagni, en oft, -birtist hún hinum lifandi verum í almætti sínu, lætur þær kenna á fellibyljum, jarðskjálftum, eldingum og öðnim þeim mikils- háttar fyrirburðum, er á bemskuárum mannkynsins yfirstigu áræði fullhuganna og sáðu hræðslu og hjátrú í brjóst mann- anna. Hún stofnar oss öllum í hættur, er haft geta snemman dauða í för með sér. En svo er hún alvís og góð, að hún bætir afhroðið því, að veita karlmanns þor og þrek þeim, sem hættan er frekast búin. IJá hefir hún og séð fyrir því, að skjótur dauði er þjáningalaus. Sársauki er biðstundar bam; hans verður því að eins vart, að boðskapurinn um áverkann berist eftir taugunum inn í hugtún heilans og birtist þar vitundinni.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.