Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 16

Eir - 01.07.1899, Blaðsíða 16
112 í>á er menn deyja voveiflega, endist tíminn ekki að jafnaÖi til alls þessa. Öngvit er fyrsta og hinsta afkvæmi áverkans; áverkinn leiðir þá svo fljótt til bana, að boðskapurinn um hann kemst ekki til vitundarinnar. Sá tími er ekki fast ákveðinp, sem náttúran ætlast til að liða skuli frá fæðingu manns til eðlilegra aldurslita og blíðs andláts. Pegar frá upphafi . lieillar jörðin til sín hinn iifandi líkama. En líkaminn hefir afl, það er orkar á mðti aðför jarðarinnar. í upphafi er þetta afl svo máttugt, að líkaminn þróast og þroskast; en þeim tíma eru takmörk sett; hann endar við þrítugs aldur. Þá hefst nýtt tímabil og stendur yfir um önnur þrjátíu ár; á þeim tíma helst fult afl og þroski. fá kemur að því, að aflið tekur að þverra; en jörðin heflr aldrei slept tökum; herðir hún nú aðsóknina; líða nú tuttugu eða 30 ár; linast vörn líkamans dag frá degi, og fer svo að lokum, að jörðin ber sigur úr býtum og felur hann máttþrota og andvana í skauti sínu. lívað veldur því, að þróunarafl hins lifandi likama er tímatakmörkura bundið? Hverju sætir það, að tími er settur þvi afli, er uppi heldur líkamanum á miðaldursskeiðinu ? Hvers vegna gengur þetta aíl til þurðar og ber jörðin hærra hiut, gerir enda á lífinu, en tekur til sin líkamann? Alt þetta er oss hulið. í'etta afl, er berst í mótijörðunni, köhum vér, rétt út í bláinn, lífsafl; vér segjum að það etji kapp við dauðann; vér teljum það máttugra í ungum mönnum, en gömlum; en í raun og veru vitum vér engin deili á því, önnur en þau, að það heldur líkamanum uppréttum ofanjarðar— meðan það endist. í fljótu bragði má svo virðast, sem hinum lifandi verum sé gefln meðfæddur varaforði af æðra og annars konar afli, en því, er matur og loft halda við í hkamanum, en enga vitum vér sönnun á þvi, aðra en þá, að mehi máttur er i ungum mönnum, en gömlum. Það eitt vitum vér fyrir víst, að allir eiga að deyja; dauðinn er jafn-eðlilegur og lifið. Hann er oss velkominn gestur, þá or hið afmarkaða skeið er runnið á enda og lífið að þrotum komið. Þá svæflr hann öldunginn værum blundi og leggur hann hóglega og blíðlega til hvíldar í skaut jarðarinnar. G. B. Ritstjórn: J. Jónassen Dr. med., Guðm. EViagnússon, Guðm. Björasssn. REYKJAYÍK. Útgefandi: SIGFÚS EYMUXDSSON. Aldar-prentsmiðj a.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.