Eir - 01.12.1899, Page 4

Eir - 01.12.1899, Page 4
180 að hann verður að edikssýru; en hún er aðalefnið í edikinu. Hún hefur verið „ræktuð" óafvitanda frá elztu tímum, líktog gerðarsvepparnir. Mjólkursýru-bakterían (bacillus lacticas) er ávalt í mjólk, sem hefur staðið um hríð. Hún breytir mjólkursykr- inu i mjólkursýru og gerir mjólkina súra. Sýran hleypir aft.ur ostefnið í mjólkinni. Þessi bakteria er vanálega keflismynduð og getur myndað keðjur. Smjörsýru-bakterían (bacillus amylobacter) er mjög al-. geng og veldur mjög rotnun, eins og áður er sagt; en hún vek- ur einnig gerð í sykruðum efnum og í mjólkursúrum söltum og breytir þeim í hina þefillu smjörsýru. 'F’annig myndar hún smjörsýru í áfum þeim, er verða eftir í illa hnoðuðu smjöri, og sýrir það. Bakterían hefir keflislögun og getur hreyft Sig. Súrefni er skaðlegt fyrir hana. Fegar bakteríurnar taka sér bústað í lifandi verum, vana- legaímönnum eða dýrum, verða þær einnig að taka næringu sína úr þeim, lifa af þeim. Fær valda þá oft sjúkdómum, annaðhvort á þann hátt, að þær „eta“ smám saman sundur þá líkams-parta, er þær lifa í, eða gefa frá sér eitruð efni, sem aftur verka á líkamann, eða ef þær þurfa súrefnis með, taka of mikið af því úr líkamanum, t. d. blóðinu. Sumar geta að eins lifað í lifandi verum (obligat parasítískar), aðrar gera það að eins ef tækifæri býðst (fakultativ parasítiskar). Sumar þess- ar bakteríur velja sér sérstakar dýrategundir til bústaðar, og geta haft þænvæn áhrif á þær, en eru algerlega ósaknæmar öðrum, geta ekki þrifist í þeim. Aðrar geta þritist jafn-vel í ýmsum dýrum (t. d. miltisbruna-bakterian). Einnig er mikill munur á, hve einstök dýr sömu tegundar, og einstakir menn, eru vel fail- in til þess, að einhver bakteriutegund geti þrifist í þeim (bítur á þau). Getur það farið eftir aldri, likamsbyggingu, heilsu- fari o. fl. Þess má oft sjá ljósan vott, þegar bakteriusjúk- dómar (t. d. taugaveiki) ganga, sumir menn á sama heimiii sýkjast, aðrir ekki. Ekki eru allar bakteriur jafn-háskalegar, þótt þær taki bólfestu í mönnum eða dýrum. Þannig eru oft ýmsar tegundir

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.