Eir - 01.12.1899, Síða 5

Eir - 01.12.1899, Síða 5
181 í þörmum manna (t. d. heybakterían og smjörsýrubaktorian), en gera þó ekki mein. Menn þekkja yfir 50 tegundir af bak- teríum, sem að jafnaði eru í munni manna, einkum milli tann- anna og á þeim, í farða þeim, er sezt á þær. Margar þeirra eru ósaknæmar, aðrar saknæmar. Ein tegund breytir t. d. sykri og sterkju, er sezt i tennurnar, í mjólkursýru; sýran leysir upp kalkið í tönnunum og myndar smám saman holur í þeim. Aðrar tegundir geta svo fengið gott hæli í þessum hol- um og haldið skemdunum áfram. Hættulegastar eru þær teg- undir, sem taka sér bústað lengra inni i líkamanum, i blóðinu, þörmum, eða öðrum líkams pörtum, svo sem lungum eða vöðv- um. Þegar þær eru komnar i líkamann, getur þeim fjölgað ótrúlega fljótt og þær fengið svo mikla yfirhönd, að líkaminn yflrbugast svo, að dauðinn er óumflýjanleg afleiðing. En oft ber þó líkaminn sigur úr býtum eftir harða og langvinna baráttu við hinn ótölulega óvinaher. Þótt nóg só til af þessum háskalegu baktoríum, og mögulegleikarnir margir fyrir að fá þær í sig, þá má þó segja það, bakteríufælnum sálum til hug- hreystingar, að líkami vor er af náttúrunnar hendi gæddur ýmsum vörnum gegn þessum óvinum sínum, ef hann annars er hraustur. Sérstaklega mun eflaust mörg efnileg bakterían láta lífið í magasafanum, ef maginn er annars í lagi. Annars vil ég viðvíkjandi þessu biðja menn að lesa aftur hinar góðu ritgerðir Guðmundar Magnússonar: „Likamsvarnir og lifsafl“, og „öndunin og loftið“ í Júní og April blöðum „Eirar". Ég skal að eins nefna hér nokkrar hinar skaðvænustu bak- teríur og taka það fram urn leið, að mikil líkindi eru til þess, að flestir næmir sjúkdómar orsakist af bakteríum, enda þótt mönnum hafi ekki enn tekist að finna þær bakteríur, er valdi sumum þeirra, t. d. bólu, mislingum, hundaæði og skarl- atsfeber. Hinar helztu eru: Berkla- (tæringar-)bakterían (bacillus tuberculosis), er veld- ur berklasýki hjá mönnum og fénaði (sjá enn fr.: „Um berklasótt", eftir Guðmund Björnsson, í Septemberblaði „Eirar“ ,áður býtt út á landssjóðs kostnað).

x

Eir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.