Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 7

Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 7
183 Rannsólcnir. Það heflr verið tekið fram áður, að bakterí- urnar eru svo smáar, að það er langt frá, að þær verði séðar með berum augum hver út af fyiir sig, en það ber oft eigi svo lítið á þeim, þar sem þær eru margar saman, því þær mynda oft stórar skánir á efnum, sem þær lifa af. Þannig kemur litlaus hinna á vatn og sjó, sem látið er standa nokkra daga með dýra- eða jurtaleifum i. Bakteríur taka sér þar bú- stað og fjölgar fljótt og safnast þæi' smám saman við yflrborð ið, ásamt með ýmsuin frumdýrum og myndast af þeim hinn- an. Einnig er mikið af bakterium í skáninni á mjólk, sem er að súrna. Á rotnandi þara og þangi í sjó myndast oft stór- ar hvitar eða rauðar skánir af bakteríum. Vilji menn sjá einstakar bakteríur af þessum tegundum, þarf ekki annars en að láta litla ögn af þessum skánum undir smásjá, er stækkar um 200 sinnum (skánina á að láta inilli tveggja þunnra glera). Má þá vel greina ýmsar bakteríur og eru þær auðþektar á iögun sinni frá ýmsum frumdýrum, sem kunna að vera sam- an við þær. Sórstaklega er gaman að taka á hnífsodd litla ögn af tannafarða og fara með eins og skánina áður. Má þar oft sjá krökt af ýmsum bakteríum, þráðmynduðum, prik- mynduðum eða gormmynduðum. Hinar siðast nefndu eru mjög smáar, en hreyfast mjög, fara til og frá með allmiklum hraða. Þó má geta þess, að hraðinn virðist vaxa jafn-mikið og stækk- unin er margföld. En það er langt frá því, að allar bakteriurnar verði greindar með svona lítilli stækkun. Til þess að greina hinar minstu, er menn þekkja, þarf að minsta kosti þúsundfalda stækkun; og það er oft ekki nægilegt, því að margar bakteríur eru svo samlitar efnum þeim, er þær eru í, að ómögulegt er að greina þær, hve mikil stækkun sem við er höfð. Til þess að sjá þær, verður að lita efnið, sem þær eru í. Bakteríurn- ar taka þá litinn í sig, litast, og verða sýnilegar. Ymislitar- litarefni lita ýmsar tegundir á ólíkann hátt og sumar tegund- ir taka í sig eitt litarefni öðru fremur. Þessar litanir eru mjög mikilsverðar, þegar þekkja á eina tegund frá annari, jafn- -mikilsverðar og góð smásjá.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.