Eir - 01.12.1899, Page 9

Eir - 01.12.1899, Page 9
185 Eldri ráðin, ef svo mætti nefna þau, eiu nærri eingöngu gegn bakteríum, er valda rotnun, fúa og gerð. Meðal þeirra má nefna: Þurkun á matvælum (fiski og keti) og ýmsum öðrum hlutum, er eiga að geymast óskemdir um langan eða skemri tíma. Þurkunin drepur bakteriurnar og hamlar frjó kornunum frá að spíra. — Reyking á matvælum. í reykn- um eru efni, er drepa bakteríur, svo sem karbólsýra og odiks- sýra. — Söltun með matarsalti, bórsýru o. fl. Saltlögurinn (pækillinn) drepur bakteríur. — ísgeyinsla á mat/ælum og öðru er þekt frá fornu fari, en frysting er tiltölulega ný. Hvortveggja byggist á því, að bakteriur faila í dá í kulda og geta ekki komið til leiðar þeim breytingum, er þær gera, þeg- ar þær eru í fullu fjöri. — Bikun með tjöru og koltjöru, smurning með blásteinsvatni, járnvitrióli oða karbolineum, svo og börkun, eru gamalkunn ráð, til að verja fúa (eða rotnun) í við og ýmsum öðrum hlutum. l'essi ýmsu efni, er nefnd voru, eru eitur fyrir bakteríur Hin nýrri ráð eru flest gegn ýmsum hættulegum bakterí- um. Þau eru: Sótthreinsun (desinfektión). Til þess að sótt,- hreinsa með hús, eru, eins og kunnugt er, höfð ýmis „sótt- varnar-meðul", efni, er drepa bakteríur, svo sem karbólvatn, súblímatvatn, klórkalk, kreólín og brennisteinn. Áríðandi er, þegar sótthreinsa skal hús, að það sé gort rækilega, húsið helzt þvegið eða stökt með sótthreinsunar-efninu hátt og lágt, því það er öldungis ónógt, að stökkva því á gólflð að eins. Að brenna brennisteini er reyndar ekki nýtt. Þegar það er gert, myndast lofttegund, er nefnist brennisteins-sýrlingur. Hún fyllir brátt húsið og setst innan í það hvervetna. — 'J’il þess að sótthreinsa með föt og bækur er hafður hiti. Pau eru hituð í sérstökum ofnum (föt í vatnsgufu), svo mikið, að allar bakteríur og fi-jókora þeirra drepist, en ekki meir en svo, að þau séu óskemd. Föt eru einnig soðin. (Meira um sótt- hreinsun má lesa eftir landlækni í Maí-blaði „Eirar“). fað heflr áður verið minst á, að við bakteríu-ræktun eru höfð bakteríulaus (steril) efni þeirn til næringar, og þau gerð bakteríulaus með hitun. Að drepa bakteríur í hlutum með

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.