Eir - 01.12.1899, Page 14

Eir - 01.12.1899, Page 14
190 að bæjarmenn taki aig saman um að koma á hjá sér sérstakri heilbrigðis- og þrifnaðar-nefnd, er haíi vald til þess að gera á- kveðnar kröfur til manna i þessum greinum. Ég ímynda mér að það líði enn þá nokkur ár áður Reykjavík fái reglulega neyzluvátnsleiðslu og vatnsheld skolp- ræsi, en það getur ekki verið neinum efa bundið, að það er fyrir löngu tími til kominn fyrir okkur að kynnast þeim efn- um, sem að þessu iúta. Ég hefi valið þá leið, að byrja á því ,að gefa dálitlar uppiýsingar um, að hvaða niðurstöðu menn annarstaðar eru komnir i þessum atiiðum og hvernig menn skýra þau fyrir sér. Éað ætti þá við að gefa seinna upplýsingar á þeim framkvæmdum, sem þessu verða samfara, hvernig menn haga hjá sér og koma fyrir neyzluvatnsieiðslu og skolpræsum. Séistaklega vil ég benda mönnum á að veita eftirtekt þvi, sem sagt verður um skolpræsin og meðferðina á skoipinu, og getur þá hver og einn stungið hendinni í sinn eig- inn barm og borið saman, hvernig tilhöguuin á þessu er hjá honurn og að hverju leyti hún gæti verið betri. Þeir menn, sem fyrst bafa orðið til þess að leiðbeina oss í þessum grein- um, eru læknar vorir, og þeir hafa gert það trúlega og dyggi- lega, en það ei- lika skylda ýmsra annara að hlaupa undir bagga með þeim óg hjálpa þeim. Ef mér með þessum fáu orðum að einhverju leyti hepnast það, þá er tilgangi min- um náð. Ræða min mun snúast um þetta: Hverja þýðingn hefir greiður aðgangur að áreiðanlega góðn neyzluvatni og vatnsheld skolprœsi iil þess að bceta heilbrigðisástand manna? Það var langt fram eftir öldum aðal-hlutvei'k lækna að koma, þegar þeir voru kallaðir, að vitja manna þegar þeir voru orðnir sjúkir, og ráða þá bót á meinum þeirra. Þeir vóru iangt fram eftir skoðaðir af alþýðu eins og nokkurs konar töfi'amenn, er með vissum meðuium gætu töfrað burt mein- semdir manna og sjúkdóma. Évi verður heldur ekki neitað, að læknarnir sjálfir á þeim tímum gerðu sitt til þess að við- halda þessari trú rnanna; en nú er öldin önnur. Læknar vorir láta sér nú ekki lengur nægja að gefa hverjum einum, við

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.