Helgarpósturinn - 06.04.1979, Side 9

Helgarpósturinn - 06.04.1979, Side 9
9 __helgarpósturinn. Föstudagur 6. apríl 1979 Styrjaldarátök á 29 stödum í veröldinni I öllum heimshornum geisa styrjaldir. Það sem hér fer á eftir sýnir að i augnablikinu eiga sér stað 29 meiri- eða minniháttar átök. Sjálfsagt er talan ennþá hærri. I mörgum löndum Rómönsku Ameríku er skilulögð andspyrna gegn harð- stjórn hersins. I Afrfku eru átök milli ættflokka. En þessar deilur ná sjaldan til vestrænna fjölmiðla. Ástandið er verst í þriðja heminum, þar sem sjálfstæð- ið hefur skapað vandamál, sem reynt er að leysa með vopnavaldi. Það eru ekki nema frásagnir um stærstu átökin sem ná til lesenda iðnríkjanna, en í hinum smærri eru líka dag- legar orrustur með særðum og látnum. Og alltaf kem- ur það harðast niður á óbreyttum borgurum, konum og börnum. 1: Guatemala „Andspyrnuher hinna fátæku” (E1 Ejercito Guerillo de los pobres) heldur uppi stöðugri baráttu gegn hinni afturhalds- sömu og spilltu herforingjastjórn. Skæruliöar eru um 1000 talsins. beir hafa mikið haft sig i frammi en litt orðið ágengt. 2: Nicaragua Baráttan gegn varðstjóranum og einræðisherranum Anastasia Somosa hefur aukist mikið síöast- liðið hálft ár. Eftir ósigrana i borgum Nicaragua i fyrrahust, héldu „Sandinistar” upp til fjalla og yfir landamærin til Costa Rica. Þaðan herja þeir á þjóðvaróiiða Somosa. 3: Columbia Columbia kallar sig lýðræðis- riki, en þar viðgengst valdniðsla, spilling og pólitisk morð. Þar eru starfandi tvö skæruliðasamtök. FAR 2 (Fuerzas Armadas Revolucionarias de Columbia) og M 19 (19. april hreyfingin). Það var 19. aprfl 1970, aö rikisstjórnin lýsti þvi yfir að hún myndi ekki sjálfviljug leggja niður völdin. M 19 hefur sætt stöðugum ofsóknum undanfarin ár, en fregnir herma að baráttan haldi áfram. 4: Venezuela Ennþá halda um það bil 200 skæruliöar sig i fjöllunum. Þeir heyra til samtakanna „Bandera Riga”, Rauði Fáninn. Þeir herja á afskekkta bæi og rútur á fjall- vegum, en vigstaða þeirra fer versnandi. 5: Norður-irland Eftir nokkurt hik var N-lrland tekið með. Þar rikir ekki beint striðsástand, en stöðugur ótti og sprengjuherferðir gera það að verkum að ekki er hægt að tala um frið. IRA heldur áfram baráttu sinni fyrir sjálfstæði. 6: Spánn ETA berst fyrir sjálfstæði Baskahéraðanna. Samtökin hafa lýst yfir striði á hendur stjórninni i Madrid. Fram að þessu hefur baráttan verið háð með aöferðum skæruliða, þ.e. morðum á embættismönnum og lögreglu- mönnum. 7: Vestur-Sahara Sjálfstæðishreyfingin Polisario, sem nýtur stuðnings Alsir, hóf baráttu sina þegar spænsku V- Sahara var skipt á milli Máretaniu og Marokkó. Uppreisnarmönnum varð nokkuð ágengt, en mættu mikilli mót- spyrnu frá Marokkó. Eftir her- foringjabyltingu i Máretaniu i fyrra sumar, minnkaði til muna vilji þeirra til aö berjast viö Polisario. Reynt hefur verið að hefja friðarviðræður, en með litlum árangri hingað til. Eyði- merkurstriðið heldur áfram. 8: Tchad Sjálfstæðishreyfingin Frolinat hefur i þrettán ár barist við her stjórnarinnar i höfuðborginni N’Djamena. Frolinat nýtur stuðnings múhameöstrúarmanna sem búa i norðurhéruðum lands- ins. Einn af leiðtogum Frolinat var gerður að forsætisráöherra i þeirri von að binda endi á striðið. Fyrir nokkru hóf hann baráttu við forsetann Nú litur út fyrir að Malloum forseta hafi tekist að bæla niður uppreisnina, en Frol- inat heldur baráttunni áfram. 9: Eritrea Ibúar Eritreu berjast fyrir sjálfstæði sinu innan Eþiópiu. Sjálfstæðishreyfingunum gekk vel, þar til Sovétrikin og Kúba veittu stjórnarhernum stuðning. sinn. Sjálfstæðishreyfingarnar ELF og EPLF berjast við- stjórnarherinn i fjalla- héruðunum. Loftárásir hafa leikið óbreytta borgara hart. 10: Ogaden, Eþíópia Vopnahlé rikir opingerlega i Ogaden — landsvæði sem Sóm- alia gerir kröfur til á hendur Eþiópiu. Sómalia lagði land- svæðið undir sig i fyrra vor, en voru hraktir á brott af kúb- önskum hermönnum. Forseti Sómaliu hefur lýst þvi yfir, að „frelsisöflin haldiáfram baráttu i Vestur-Sómaliu”. Mikið mannfall varð i liði Eþiópiumanna og Kúbana. 11: Uganda Idi Amin hefur fengið ráðningu fyrir að hafa ráðist inn i Tanzaniu i fyrra haust. Hermenn frá Tanz- aniu, með stuðningi uppreisnar- manna frá úganda, hafa byrjab sókn að höfuðborginni Kampala. ógnarstjórn Amins riðar til falls. 12: Zaire 1 Zaire er sjálfstæðishreyfing sem berst fyrir sjálfstæði héraðs- ins. 1 fyrra var gerð uppreisn, sem brotin var á bak aftur af frönskum og belgiskum her- mönnum, eftir aö skæruliðar höfðu framiö fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Skæruliðar hörfuðu, en hafa haft sig i frammi aftur að undanförnu. 13: Angola Frelsishreyfigin MPLA situr að völdum i Luanda. Kúbanskir her- menn eru enn i Angola og tryggja (stöðu MPLA. Unita-hrevfinflin heldur uppi baráttu i suðurhluía landsins. Með stuðningi frá hvitra hermanna S-Afriku. Kurt Waldheim hefur lagt til að vopna- hlé verði frá 15. mars. 16: Líbanon Friðarsveitum S.Þ. miðar hægt áleiðis i að halda uppi friði i landamærahéruðum Libanons við Israel. Kristnir falangistar, með stuðning frá tsrael, eru i stöðugu striði við PLO. Það er barist á hverjum degi. 17: Jemen „Þjóðernissinnaða lýðræöis- fylkingin”, sem nýtur stuðning Suður-Jemen á i baráttu við her | N-Jemen. Rikin ásaka hvort annað um að eiga upptök á vopnaviðskiptunum. Baéir Jv suöurhluta N-Jemen munu vera umsetnir af hersveitum frá S* Jemen. 18: Oman 1 Oman geisar „gleymt” strið. Uppreisnarmenn frá héraðinu Dhofar hófu baráttu gegn sóldán- inum i Muscat árið 1965. Eftir að hafa fengiö stuðning frá Iran, gat Soldáninn lýst þvi yfir árið 1975, aö skæruhernaðinum va;ri hætt Þjóðarfylkingin til frelsuna Oman hörfaði upp til fjalianna við landamæri S-Jemen. Þaðan hafa þeir haldið uppi árásum á stjórnarherinn, og samtimis reynt að styrkja stöðu sina. l'rain að þessu hefur soldáninn Qabós notið stuðnings frá lran, en nú hafa irönsku hersveitirnar verið dregnar til baka. Skæruliðar hafa þvi tækifæri til að ná írekari árangri. 19: Irak Ósk Kúrda um sjálfstæði hefur hingaö til ekki náð fram aö ganga. Þeir guldu mikið afhroð fyrir þremur árum Ekki alls fyrir löngu, lýsti hinn nýi leiðtogi Kúrda yfir þvi að baráttunni skyldi haldið áfram. Kúrdar lifa i norðurhluta trjak. i Tyrktandi og i tran. 20: Iran Heimkoma Khomeiny til tran hefur ekki á neinn hátt komið á friði i landinu. Hinir ýmsu skæru- . liðahópar hafa komist yfir vopn '-:í;pg enginn virðist hafa sitjórn á þf% sem gerist i landinu. t norð-vestur Suður-Afriku er Unita til stöðugra hluta landsins hafa kúgaðir ætt- vandræða fyrir MPLA og Neto flokkar Kúrda notað tækifærið og rikisleiötoga. gert uppreisn. Kúrdar hafa lengi ^ ,d barist fyrir sjálfstæði sinu, bæöi i 14: Zimbabwe Irak og tran. SWAPO berst gegn óiöglegum yfirráðum Suöur-Afríku i 21: AfganiStan Nur Mohammed Tariki komst til valda með byltingu i Kabul i april i fyrra. t fjallahéruðum landsins hafa ýmsir herskáir ætt- Namibiu. Eftir að Suður-Afrika kom i veg fyrir áætlanir S.Þ. um sjálfstæði Namibiu, hafa orðið auknir árekstrar milli SWAPO og flokkar ekki viljað viðurkenna hina marxisku stjórn Tarikis. A mörgum stööum er hart barist. 22: Burma Burma er eitt af lokuðustu löndum heims. Fáir vita hvað þar er aö gerast. Landið er tekið með I þessum lista vegna frásagna flóttamanna, sem hafa komist til Bangladesh. Þeir hafa sagt frá manndrápum, ofsóknum og átökum, Þaö er erfitt fyrir utanaðkomandi aðila aö henda : æeiður á ástandinu. en minni- hlutahópar hafa#alla tið háð vopnaða barátlu gegn stjórn landsins. 23: Thailand Skæruliðar kommúnista ráða yfir noröaustur landamæra- héruöunum, að minnsta kosti að nægurlagi. Skæruliðarnir erp vel þjáifaðir og vopnum bunir. Dag- lega berast fréttir af falli lög- reglu- og herstöðva, en það er að öllum likindum það litið, aö stjórnarherinn er engan véginn að lúta i lægra haldi. 24: Malaysía % Sama skæruliðahreyfing og berst i Thailandi á einnig i baráttu við stjórnarhermenn i Maysiu, m.a. frá stöövum viö landamæri rikjanna. Löndin tvö hafa komið sér saman um mikla herferð gegn skæruliðum undir dulnefninu ALFA 792. Það má þvi búast við auknum átökum á þessum slóðurn. 25: Kampúchea Uppreisnin. með stuðningi Vletnama gegn Rauðu khmerum Pol Pots hefur ekki gengiö eins vel og uppreisnarmenn gerðu sér vonir um. Rauðu khmerarnir hafa komið sér vel fyrir á mörgum|stöðum. Þeir hafa jafn mikla reynslu og Vietnamar i slikum hernaði. Það er þvi ekki auðvelt verkefni som nýju vald- hafarnir i Hnom Penh standa frammi fyrinp 26: Víetnam j| Nokkrum árun|e|tir að striðinu við Bandarikjamenn iauk, eru Vietnamar enn komnir i striö. I þetta sinn gegn Kina, stóra nágrannanum i norðri Daglega berast fréttir um hörö átök Og mikiö mannfall á báöá bóga. 27: Laos Meo ættflokkurinn, sem býr á háslettunni i norður hluta lands- ins, hefur aldrei viljað viður- kenna stjórnina i Vientiane. Þeir velta stöðugt harða mótstöðu, en megna litils vegna fjölda viet- namskra hermanna i landinu. 28: Austur Timor, Indónesía Sjálfstæðishreyfingin Fretilin berst stöðugt gegn innlimun Austur-Timor i Indhesiu. Eftir mannskæðar orrustur á árunum 1975-77, hörfaði Fretilin undan Indónesum. Hreyfingin hefur enn á valdi sinu nokkur fjallahéruð, og er ekki á þvi að gefast upp, jafnvel þótt fjöldi hermanna hennar sé mjög litill, að öllum likindum ekki nema nokkur hundruð. 29: Filippseyjar Frá 1973 hefur frelsishreyfing múhameðstrúarmanna barist fyrir að koma á fót eigin riki I suður hluta Filippseyja Harðir bardagar hafa verið háðir i Mind- anao og i Sulu héraöi. Múhameðs- trúarmenn eru 10% af ibúafjölda Filippseyja og hafa barist af hörku fyrir eigin riki Tölur um mannfall segja að 50000 óbreyttir borgarar og 4000 hermenn hafi fallið. —GB

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.