Helgarpósturinn - 21.04.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 21.04.1979, Blaðsíða 7
7 —helgarpásturinn- Laugardagur 21. apríl 1979. Marlon Bran- do og Bernar- do Bertolucci leikari og leik- stjóri þeirrar frægu myndar Siðasti tangó i Paris, hafa i hyggju aö leiða saman hesta sina á ný. Þeir ætla að gera aðra útgáfu af hinni sigildu mynd Jean Renoir, Blekkingin mikla, frá 1938. Aðalhlutverkið i þeirri mynd var ihöndum Jean Gabin. Brando vill leaeia betta á sie eeen bvi að fá riflegan skerf af ágóðanum. Eitt sinn hittust þessir miklu leikarar I Paris. Eftir að hafa skoðað vangasvip Brandos, á Gabin að hafa hrópað upp yfir sig : „Þú ert ungur ég”. David Niven mun hafa áhuga á þvi að skrifa handrit fyrir og leika i disco-útgáfu af Umhverfis jörð- ina á 80 dögum. En eins og allir muna lék hann séntilmanninn Fílias Fogg I gömlu góðu útgáf- unni, sem sýnd var hér um árið. ,,Þú verður að fæðast á réttum stað á réttum tima. Blaðafulltrúi getur gert þig að frægri mann- eskju. Það sem þú gerir skiptir ekki máli”, segir Bianca Jagger. Henni varðþað á að giftast frægri poppstjörnu og vera falleg. Fyrir það varð hún uppáhald fjölmiðla. Hún segist vera allt öðru visi en frá hefur veriðsagt. Húner öguð, drekkur ekki og stundar likams- rækt. Svo er hún lika að reyna að verða góð leikkona. Þrir evrópskir stórkratar verða I framboði til stjórnar Efnahags- bandalags Evrópu. Kosningarn- ar verða innan skamms og kosningarétt munu allir at- kvæðisbærir ibúar efnahags- bandalagslandanna hafa. Þeir þrir toppkratar sem i slagnum taka þátt, eru Willi Brandt fyrr- verandi kanslari Vestur-Þýska- lands, Filipe Gonzales formaður spænska sósialistaflokksins og Bratteli fyrrverandi forsætisráð- herra Noregs. Kosningabaráttan er þegar hafin og næstu dagar munu þessir þrir m.a. annars efna til fundarhalda i Danmörku. En fleiri eru um hituna og margir kallaðir en fáir útvaldir svo hart verður barist á næstunni. Hins vegar má liklegt telja að þeir þrir sem hér voru nefndir munuhljóta kosningu. Sparivelta ® I Jofngreiðsiulánakerfí Ert þú í feróahugleióingum? Þá er rétta tækifærið aó sýna forsjálni og kynna þér nýja þjónustu Samvinnubankans, SPARIVELTU, sem byggist á mis löngum en markvissum sparnaði F tengdum margvíslegum lánamöguleikum. Með þátttöku í Spari- veltunni getur þú dreift greiðslubyrð inni vegna feróakostnaðar eóa annarra tímabundinna útgjaldaá6—12 mánuði. Sparivelta Samvinnubankans auðveldar þér að láta drauminn rætast. Vertu meö í Spariveltunni og þér stendur lán til boóa. Upplýsingabæklingar liggja frammi hjá Ferðaskrifstofunni Samvinnuferóir / Landsýn og hjá kaupfélög- unum. SPARIVELTA A-FLOKKUR Sparnaðar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaður í lok tímabils Lán frá Samvinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgr. Endurgr. tími 3 mánuðir 25.000 50.000 75.000 75.000 150.000 225.000 75.000 150.000 225.000 151.625 303.250 454.875 26.036 52.072 78.108 3 mánuðir 4 mánuðir 25.000 50.000 75.000 100.000 200.000 300.000 100.000 200.000 300.000 202.958 405.917 608.875 26.299 52.598 78.897 4 mánuðir 5 mánuðir 25.000 50.000 75.000 125.000 250.000 375.000 125.000 250.000 375.000 254.687 509.375 764.062 26.564 53.128 79.692 5 mánuðir 6 mánuðir 25.000 50.000 75.000 150.000 300.000 450.000 150.000 300.000 450.000 306.812 613.625 920.437 26.831 53.661 80.492 6 mánuðir Gert er ráðfyrir 19.0% innlánsvöxtum og 24.69% útlánsvöxtum svoog lántökugjaldi. Vaxtakjöreru háð ákvörðun Seðlabanka Islands hverju sinni. Samvinnubankinn og útibú um land allt. Hér stekkur Andrew hátt I loft upp og slær knöttinn frá markinu. Andstæðingarnir fá ekkert aö gert og ekki verður séö aö gervilimurinn hái hinum einfætta markverði. Cliff Richard er enn ekki dauð- ur úr öllum æðum, enda þótt minna fari nú fyrir kappanum en áður gerðist. Hann er þó sifellt á ferð og flugi og vekur enn tals- verða lukku, a.m.k. hjá eldri kyn- slóðinni. Cliff er einn þeirra fáu listamanna sem troðið hafa upp hjá vinum vorum Rússum. Það gerði hann á liönu ári og söng Rússann upp úr skónum. En Cliff Richard er meinlætamaður mikill og hreintrúaöur og berst hann ötullega fyrir betri og réttlátari heimi. Þessa mánuðina fer mest- ur timi hans og peningar 1 hjálparstarfiö I Bangladesh. Nei, það er ekki siark og svinari hjá Cliff Richard heldur er I fyrir- rúmi baráttan fyrir göfugum og . háleitum hugsjónum. Mikil hætta vofir nú yfir þjóðar- osti Englendinga, Stilton ostin- um. Hann hefur verið gerður á á- kveðnu svæöi i Leichestershire siðastliðin 300 ár. Nú er svo kom- ið, að á þessu sama svæði hafa fundist ein mestu kolalög I Vest- ur- Evrópu. Éf af kolavinnslu- verður, þá eru miklar likur á þvi að ostaframleiðslan leggist að miklu eða öllu leyti niður. Fram- leiðendur eru að vonum ekki á- nægðir og berjast fyrir lifi osta sinna. Blaðamenn við nokkur dönsk blöð komust yfir lögregluskýrslur viðvikjandi máli sem sótt var gegn klámsala að nafni Sven The- vis. Þegar þetta uppgötvaðist fóru danskir rannsóknarlögreglu- menn þegar á stúfana og heimt- uðu skýrsluna af dagblöðunum. BT og Extra-blaöiö gáfu skýrsl- . una frá sér, en Politiken þráaðist við. Samkvæmt dönskum lögum eiga skýrslur af þessu tagi ekki að komast I hendur neinna annarra en ákæruvaldsins, verjenda og dómara. Andrew Begent er liklegast eini knattspyrnumaður veraldar sem er einfættur. Hann spilaði meö knattspyrnuliöi i Sussex Eng- landi og var mikill markaskorari. En þá gerðist óhappið. Hann lenti I bilslysi og meiddist svo illa að taka varð af annan fót hans. En Andrew gafst ekki upp. Fótbolti var og er hans lif og yndi og hann hóf að æfa á nýjan leik eftir að gervilimur hafði veriö græddur á hann. Og nú leikur Andrew með liöi sinu sem markvörður og þyk- ir standa sig meö sóma.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.