Helgarpósturinn - 21.04.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 21.04.1979, Blaðsíða 3
 3 --helgarpOSfurínrL. | La uga rdag ur 21. apríl 1979. Leiktækjasalirnir í** ■ Leiktækjasalir fyrir unglinga hafa verið að spretta upp i borg- inni að undanförnu. Fimm slikir staðir eru nú starfandi i borginni — fyrirtækið Jóker rekur tvo sali, annan viö Grensásveg og hinn viö Bankastræti, fyrirtækiö Kaup- land er einnig með tvo sali — I Einholti og við Aðalstræti og ioks staðurinn Vegas, sem er starf- ræktur á Laugaveginum við hlið Stjörnubfós. Staðir þessir hafa verið undir harðri gagnrýni aö undanförnu. Þær röksemdir hafa komið fram, að leiktækin ali á spilafikn unglinga og þörfin til að fjármagna leikinn leiði þá inn á brautir þjófnaöar og hnupls. Ýmsir þeir aöilar sem að ung- lingamálum starfa hafa i vaxandi mæli beint athygli sinni að leik- tækjasölunum af þessum sökum. Framfarafélag Breiðholts lagðist mjög eindregið gegn þvi að þar væri komiö á fót slikum leik- tækjasal og málið hefur komið til kasta borgarstjórnar, þar sem rætt hefur verið um að setja ald- urstakmörk á þessa staði, og var það Adda Bára Sigfúsdóttir borg- arfulltrúi sem flutti tillögu þar að lútandi. „Astæðan fyrir þessari tillögu er sú, að ég held að þetta séu slæmir staðir fyrir börn,” gði Adda Bára I samtali við He ír- póstinn. „Þarna þurfa börnin að hafa nóg af 50 króna peningum til að setja I tækin, og það er mat skólastjóra, kennara og rann- sóknarlögreglu að þessi starfsemi hafi ýtt undir hnupl hjá börnum. Þetta er ástæðan fyrir þvl að ég vil láta banna börnum aögang aö þessum stöðum. Tillögu minni var visaö til borgarráðs og var þá rætt um hvort ekki væri eðlilegt að breyta lögreglusamþykktinni en siðan vildu menn heldur láta barnaverndarnefnd fjalla um málið og þar er það statt núna.” Adda Bára kvaðst hafa orðiö þess vör að forráðamönnum barna þætti leiktækjasalaráp barnanna hvimleitt, og þótt ekki væri endilega um hnupl að ræða, þá væri þaö I mildara formi kvabb á heimilunum. „Mitt viö- horf er fyrst og fremst, að þarna á sér stað peningaplokk af börnum og það i svo rikum mæli að sum þeirra leiðast út I hnupl.” Helgi Danielsson sem fer með unglingamál hjá Rannsóknarlög- reglu rikisins tók i svipaöan streng. „Það er reynsla okkar allra, sem vinnum að unglinga- „Ég hef gaman af þvi. að spila og þess vegna draga þessi tæki mig að sér,” segir 13 ára dreng- ur. En hvað gera krakkar I þessum leiktækjasöium? Hvað eyða þeir miklum peningum i tækin? Hvað er svona gaman við þetta allt saman? Blaðamaður og ljós- myndari Helgarpóstsins kiktu inn á Jóker við Bankastræti. Slangur af fólki var i salnum þegar viökiktum inn um klukkan 6 i eftirmiðdaginn. Flestir voru á aldrinum 8 — 12 ára gamlir, en fáeinir unglingar slæddust með. Róbert og Pétur Bergmann urðu fyrstir á vegi okkar og voru þeir i kappakstri i einu tækinu. Þeir kváðust vera 10 ára gamlir og koma þarna einu sinni á hverj- um degi. Mamma og pabbi vissu af þvi og segðu þaö i lagi. Þeir fengju peninga h já mömmu sinni i og sögðust stundum eyða 1 eða 2 þúsund á einum degi. Einn sagðist koma 5 sinnum i viku að meöaltali og eyöa svona 500 krónum I hvert sinn hann .kærni. Hann sagðist heita Ey- steinn Wardum og vera 14 ára. Ekki gat Eysteinn skýrt almenni- lega frá þvi hvaðan peningarnir væru fengnir. Stundum fengi hann þá hjá foreldrum, stundum ynni hann fyrir þeim, en þess á milli fengi hann þá bara einhvern veginn. „Ég kem hingað stundum, svona einu sinni eöa tvisvar 1 mánuöi. Ég hef gaman af því aö spila og þess vegna draga þessi tæki mig að sér. Ég eyöi um það bil 500 krónum I hvert sinn,” sagði hinn 13 ára gamli Guömundur Guðmundsson þar sem hann stóö spenntur við eitt kúluspilið. Loks hittum við fyrir þrjú ung- menni 2 stráka og eina stelpu 14 og 15 ára gömul. Þau voru kát og hress og prúöbúin og ætluðu aö fara að skemmta sér um kvöldið. Einhver vinlykt var af þeim og þau vildu ekki segja okkur hvað þau hétu. Ekki sögðust þau koma oft iJóker.hinsvegarværu þau á hverjum degi eöa kvöldi I leik- tækjasalnum Vegas upp á Lauga- vegi. Krakkarnir sögðust nú vera búin að fá dálitla leiö á þessum tækjum, enda heföu þeir eytt miklum peningum og ttaia^I þau. Hins vegar hefðu þeir ekkert ann- að að fara og þess vegna væru þau þarna. Hvaðan þeir fengju peningana virtist ekki vera mikið vandamál. Sjaldan frá foreldr- um, stundum væru þeir i vinnu meö skólanum, nú og svo siðast væri þaö að þeir væru nýfermdir ogþá væru fermingarpeningarnir notaðir i tækin. Þessi þrjú sögðu að pabbi og mamma vissu stundum að þau væruþarnaogværu ekkertallt of hress yfir þvl. Þess vegna væru þau ekkert að segja þeim frá þvi of oft. —GAS - spilavíti fyrir börn: Jóker ræður yfir 40 spilakössum og 4 minútna spil kostar 50 krónur, svo að miðað við 10 tima samfellda notkun eyða börn og fuilorðnir um 300 þúsund krónum á dag i þessa iðju. Forráðamenn Jóker segja þó slikan útreikning út I hött og segja að nýtingin sé ekki nema 20%. málum i rannsóknarlögreglunni, að þessir leiktækjasalir koma mjög oft fram I viðtölum við ung- linga, sem lent hafa i þjófnaöin- um. Þegar spurt er hvar þeir eyði þýfinu, nefna þeir I mjög mörgum túfellum þessa leiktækjasali,’' sagði Helgi. Hann kvaðst hins vegar engar tölur hafa I höndun- um um þá fjármuni sem þarna væri um að ræða, enda hefði hann engar eiginlegar sannanir. Hjalti Jónasson skólastjóri Austurbæjarskólans kvað sin af- skipti af leiktækjasölunum vera þau, að hann hefði komist á snoðir um að krakkar, sem hann hefði verið búinn að kenna lengi og þekkti vel, hefðu leiðst út i að stela og þeir fjármunir sem þannig hefðu verið fengnir, hefðu lent á þessum stöðum. „Svo veit ég ófá dæmi þess að börn skrópa i skóla og eru þá þarna,” sagöi Hjalti. „Ég tel þessa staði til litils gagns fyrir unglinga og af tvennu miður skemmtilegu, held ég þó aö Hallærisplanið sé æskilegri sam- komustaður.” Þorsteinn Sigurösson eigandi Jókers, sagöi i viðtali viö Helgar- póstinn, að fyrirtæki hans starf- rækti 40 tæki i þessum tveimur sölum þess. Nýtingin á kössunum væri mismunandi og misjafnt eft- ir stööum. A Grensásveginum væri það fremur eldra fólk sem mætti, en i Bankastrætinu yngri kynslóðin, táningarnir, en þeir kæmu þangað ekki endilega til að spila, heldur væri hann einskonar stefnumótsstaöur þeirra. „Ég þori að fullyrða að þaö er aðal- lega frá fullorðna fólkinu sem mestu peningarnir koma, krakk- arnir spila ekki eins mikið heldur hanga I kringum þetta”. Þorsteinn visaöi á bug að þessir staöir byðu upp á spillingu og af- vegaleiddu unglingana. „Þetta er fjarstæða og aðeins komin frá einum rannsóknarlögreglu- manni, svo að hér er um algjör- lega órökstudda fullyrðingu að ræða. Þessi sami rannsóknarlög- reglumaður hefur haft allt á hornum sér gagnvart okkur frá upphafi,” sagöi Þor- steinn. „Ég er alls ekki að halda þvi fram að starfsemi af þessu tagi sé á neinn hátt upp- byggjandi fyrir ungdóminn. En þetta er skemmtiiðnaður og að- eins ætlaöur til afþreyingar. Þetta er ekki nein æskulýösstarf- semi sem við erum aö reka, enda er fullorðna fólkið okkar besti kúnni.” GAS/GA/GB „...þess vegna draga þessi tæki mig að sér” REIMAULT18 NY TEGUND SEM VEKUR MIKLA ATHYGLI RENAULT18 I þessari bifreið sameinast allt það nýjasta og fullkomnasta sem franski bifreiðaiðnaðurinn hefur upp á að bjóða, svo sem frábæra aksturseiginleika og vandaðan frágang utan sem innan. Nú á tímum síhækkandi bensínverðs er kostur að eiga Renault bifreið, sem er þekkt fyrir sparneytni. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SIMI 86633

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.