Helgarpósturinn - 21.04.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 21.04.1979, Blaðsíða 14
14 í dag kl. 16:00: „Áventyr med runstenar.” Sven B.F. Jansson fyrrum þjóðminjavörður Svia flytur fyrirlestur um rúnir. Verið velkomin norræna HUSIO á þurru torgi Utimarkaðurirm fyrir fullum seglum í sumar Þa6 vakti mikla lukku hjá borgarbiium er útimarkaöurinn var settur á stofn nú sL haust. Og var þaö aö vonum. Fyrir flest annaö veröur Reykjavík rómuö en lifandi og fjöibreytt götulif. Þetta skarö hafa tveir ungir og vaskir menn aö nokkru bætt meö tilkomu útimarkaös- ins, þeir Gestur ólafsson og Kristinn Ragnarsson. „Þetta er i rauninni ævaforn hugmynd” sagöi Gestur ólafs- soner blaöamaður Helgarpósts- ins spuröi hann um tildrög úti- markaðsins. „Ég held aö þaö sé liöin um öld siöan aö borgar- fuiltrúi nokkurlagði til ^ö koma á útimarkaði á Lækjartorgi. En súhugmynd hefur ekki komist i framkvæmd fyrr en nú. Viö Kristinn Ragnarsson höfum lengi velt þessu fyrir okkur og afréöum loks aö láta veröa af þvi aö setja útimarkaö á lagg- irnar.” — Oghvernig gekk aö fá það i gegn? „Bara vel. Þetta gekk mjög fljótt fyrir sig. Allir aðilar hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Það er ógurlega gaman aö mannlifi i borgum og okkur langaö til þess aö sýna fólki aö þaö væri hægt meö tiltölulega litlum fjárútlát- um aö setja svip á borgina og gera hana skemmtilegri en hún er. En í sjálfu sér er þetta framlag okkar svo sem ekkert merkilegt, þvi þetta getur fólk gert i mikiö stærri stil bara ef viljinn er fyrir hendi. Það væri til dæmis mjög skemmtilegt og sparaöi mikinn gjaldeyri, ef nokkrir aöilar tækju sig saman og söfnuöu alls kyns dóti, sem safnast hefur uppi á háalofti hjá fólki og seldu það hérna á torg- inu. Þaö er svo margt sem vantar í okkar islensku versl- un.” — Hvaö ræöur þvi tii hvaöa verslana þiö leitið fanga? „Við höfum yfirleitt ekki selt neinar vörur sjálfir. Viö kynn- um þetta almennt og leitum til ólikra aöila til aö tryggja fjölbreytnina. Þetta er alveg op- iö. Þeir aöilar sem óskaö hafa eftir aöstööu hjá okkur hafa fengiö hana. Ódýrari? Yfirleitt heldégjá aö vörurnarhjá okkur hafi veriö ódýrari en i verslun- unum. Þaö væri mjög æskilegt að haga þvi svo. baö ætti að vera mögulegt, þvi þeir aöilar sem selja hjá okkur þurfa ekki aö borga húsnæðiskostnað og annað slfkt” „Svo höfum haft þann háttinn á aö veita alls kyns félögum sem safna pening í góögeröar- skyni ókeypis aöstööu og hefur þaö veriö vel þegiö.” A — Nú ætti aö vera komin nokkur reynsla af þessu. Hefur markaöurinn gengiö betur eöa verr en þiö hugðuö? „Viö höfum gengið brattann yfir vetrartimann, þar san hanner versti timi ársins. En ég verö aö segja þaö aö þetta hafi gengið vonum framar. Þaö má þó alltaf gera betur. Viö eigum okkur þann draum aö koma á leiktækjum til skemmtunar fyrir yngri kynslóöina. Viö leigöum sviösvagn hjá borginni i vetur, þar sem jólasveinar, kórar og hljómsveitir skemmtu ókeypis og veittum krökkunum góögæti og höfðu þeir mjög gaman af. Svona nokkuö og margt fleira væri hægt að gera fyrir unga fólkið”. — Hver jar eru svo framtlöar- horfurnar? „Viö höfum nýlega fengiö leyfi hjá heilbrigöisyfirvöldum til aö selja hrognkelsi, og þaö munum viö gera nú fljótlega. Svo væri mjög æskilegt aö gera staöinn svolitiö manneskjulegri. Okkur langar mikiö til þess aö koma á kaffisölu og veitingum i tjaldinu, en höfum ekki fengiö leyfi tii þess. Viö þyrftum helst að finna einhverja leiö sem allir gætu vel viö unað til þess aö hægt sé aö gera þetta aö raunveruleika. Þvi verslun get- ur verið óskaplega spennandi ef rétt er aö fariö.” „Ég vil bera hvetja fólk aö láta til skarar skriöa og hætta aö einblina á yfirvöldin ogbiða eft- ir þvi að þau geri hlutina. Ef einstaklingar, ég tala nú ekki um félög, tækju sig saman og skipulegöu eitthvaö svona þá væri hægt að gjörbreyta brag borgarinnar á tiltölulega skömmum tima.” . Laugardagur 21. apríl 1979._he/garpC 1I~L. MATJJR ,yi N og fagrar konur „Nýja matargerðarlistin” er orðinn mikilvægur þáttur I franskri matargerð i dag”, segir franski matreiðslumeistarinn Jean-Jacqu es Moulinier i samtali viö Helgarpóstinn Hann er nú staddur I Rev'kjavlk, þar sem hann kynnir franska matargerð á Hótel Loftleiðum, vegna Frönsku vikunnar, sem stendur til 25. apríl. Moulinier er ættaður úr hérað- inu Dordogne i Suð-vestur Frakk landi, en þaö hérað er þekkt fyrir góðan mat. Þar steig hann sin fyrstu skref i faginu. Um skeiö vann hann á veitingahúsi i Madr- id, en varð siðan matreiðslumað- ur i franska sjóhernum. Fyrir sjö árum hóf hann störf á veitinga- staðnum Chez Edgard i Paris, þar sem hann er nú yfirmat- reiðslumaður. Veitingahús þetta er mjög þekkt, og vinsælt hjá fólki i franska skemmtanaiðnaðinum. Aöspurður um sérstöðu „nýju matargerðarlistarinnar” og þeirra sem iðka hana, segir Moulinier, að reynt sé aö nota sem mest af náiturulegu hráefni, þetta sé eins konar afturhvarf til náttúrunnar. „Við útilokum allt sem er þungt i hinni gömlu matargerð. Einnig er imyndunaraflið spart notað til að finna nýjar uppskriftir”, segir hann. En hvernig stendur á þvi að Frakkar eru svona miklir matar- menn? Moulinier segir ástæðuna fyrir þvi vera þá, að þeir hafi mikiö af góðu hráefni, bæði kjöt og grænmeti. Þá framleiða þeir einnig mjög gott vin, en það er óaðskiljanlegt góðum mat. J.J. Moulinier — nýkokkastefnan á Hótel Loftleiöum. „Frakkar eru tilbúnir til aö fórna ýmsu fyrir góðan mat”, segir hann. „Mér list vel á islenska lamba- kjötið og ætla ég að bjóöa upp á það. Einnig mun ég bjóða upp á rétti úr heimahéraði minu, Dor- dogne. Ég hef ferðast viða og list”. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og er bara aö vona að hún skilju eitthvað eftir sig”, seg- ir Jean-Jacques Moulinier að lok- um. —GB. Þeir eru hættir að borða í Firðinum: ,,Fékk móral eft ir kökubitann” segir Dóri feiti, sem keppir við Kidda kropp og Jón samlokubana Dóri feiti er aö veröa Dóri „slank” — sem sést best á þvl aö bera mynd- ina saman viö hina myndina sem GE á Tfmanum tók fyrir röskum mánuöi, þar sem Dóri og Jón samlokubani mátuöu bumbur sinar I byrjun keppninnar. „Þetta gengur alveg ágætiega. Ég hef þegar náö af mér 15 kilóum þennan mánuö sem keppnin hefur staðiö yfir og stefn- an hjá mér er aö missa önnur 15 kfló næstu tvo mánuöi,” sagði Halldór Arni Sveinsson í samtali við Helgarpóstinn, en þessi sami Halldór, eöa Dóri feiti eins og hann er titt neftidur, er einmitt forsvarsmaöur maraþonmegr- unarkeppni, sem fram fer i veitingahúsinu Snekkjunni þessar vikurnar. Maraþonmegrunarkeppni? spyr eflaust einhver. Hvað er nú þaö eiginlega? 1 þessari keppni tóku þátt i upphafi þrir keppendur. Fyrrnefndur Dóri feiti, Kiddi kroppur og loks Jón samlokubani. Þeir félagar áttu það allir sameiginlegt aö vera feitir, Dóri þó þeirra þyngstur. Þvi var þessi keppni sett á lagg- irnar og var markmiöið þaö hver gæti lést mest á ákvfðnu timabili. Vigtun fer fram vikulega á dansleikjum i Snekkjunni á fimmtudagskvöldum og mun það vera hátiöleg athöfn, en dálitið „þung” I vöfum, eins og gefur aö skilja. En hvernig standa leikar, hver hefur forystuna I megruninni? ! „Ég hef aö sjálfsögöu umtals- verða forystu,” sagöi Dóri. ! „Heyrst hefur að Jón samloku- j bani sé sprunginn. Til hans sást, ! þar sem hann sat að snæöingi og , át samlokur og hamborgara, það j eru að sjálfsögðu algjörar ! bannvörur. Kiddi kroppur þráast hins vegar viö ennþá og veitir mér keppni.” Dóri feiti sagöi aö nýir keppendur heföu nú bæst ihópinn. Væriþar um aö ræöa stúlkur tvær úr Reykjavik báöar vel i holdum. Aö lokum má geta þess aö keppni þessi er ekki sett á lagg- irnar til gamans. Tilgangurinn er sá að safna fé til stuðnings viö „Gleymd börn ” Að lokum má geta þess aö keppni þessi er ekki sett á lagg- irnar til gamans. Tilgangurinn er . sá að safna fé til stuönings við j „Gleymd börn ’79” og munu þeir peningar sem safnast fara til starfseminnar i Lyngási. En á meöan svelta Dóri feiti, Kiddi kroppur og félagar heilu hungri. „Nei, þetta var ekki eins erfittogégbjóstviöogég er kom- inn yfir byrjunaröröugleikana. Hins vegar er maöur óneitanlega dálltiö pirraöur aö geta ekki feng- iö sér ærlega I svanginn. En ég hef ekki látiö freistast ennþá, utan þess aö ég fékk mér einn kökubita um daginn og fékk ægi legan móral daginn eftir”, sagði Dóri feit i, eöa Dóri „slank” eins og hann veröur eftir tvo mánuöi, réttu nafni Halldór Arni Sveins- son plötusnúöur. —GAS Hljómsveitin Glæsir diskótek og Opið laugardagskvöld í: kl Sunnudagskvöld til kl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.